Innlent

TR og lífeyrissjóðir vinni saman

Ingvar Haraldsson skrifar
Bergur Benjamínsson
Bergur Benjamínsson
stjórnsýsla„Þessi tvö kerfi tala bara ekki saman, það er bara staðreynd,“ segir Bergur Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, vegna hárra bakreikninga sem öryrkjar fengu frá Tryggingastofnun í síðustu viku í kjölfar eingreiðslna frá lífeyrissjóðum á árinu 2014.

„Þú færð þetta í hausinn kannski átján mánuðum seinna,“ segir Bergur um eingreiðslur frá lífeyrissjóðum vegna uppsafnaðra réttinda.

„Þetta er að gerast ár eftir ár eftir ár og það verða allir jafn hissa,“ segir Bergur. „Það hlýtur að vera leið þannig að skatturinn, Tryggingastofnun og lífeyrissjóðir tali saman þannig að þetta sé ekki að koma mönnum alltaf á óvart,“ segir hann.

Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingastofnunar, segir að stofnunin hafa haft frumkvæði að viðræðum við lífeyrissjóði um aukin rafræn samskipti. Hins vegar gangi sú vinna hægt þar sem kerfin séu flókin en málin séu í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×