Sport

Tólf manns í keppnisbann vegna sterasölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sterar.
Sterar. vísir/getty
Alþjóðasamband líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) er búið að setja tólf manns í keppnisbann eftir að þeir urðu uppvísir að því að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook.

Á Fitness.is kemur fram að þarna sé um að ræða tólf fyrrverandi keppendur á Íslands- og bikarmótum en enginn þeirra hafi þó keppt á síðasta bikarmóti.

Upplýsingar eru um að 30 manns hafi verið að selja stera á þessum lokuðu hópum en tólf þeirra hafi tekið þátt í vaxtarrækt eða fitness og falli því undir Alþjóðasamband líkamsræktarmanna.

„Málið er litið mjög alvarlegum augum og að höfðu samráði við yfirstjórn IFBB – alþjóðasambands líkamsræktarmanna erlendis, var ákveðið að tilkynna umræddum aðilum um keppnisbann sem og bann við þátttöku í viðburðum á vegum IFBB. Ennfremur er viðkomandi óheimilt að þjálfa keppendur sem keppa á mótum IFBB. Enginn af þessum 12 hafa verið að sinna umfangsmikilli þjálfun en ekki þykir verjandi að sterasölum sé treystandi til að undirbúa aðra fyrir keppni," segir í frétt fitness.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×