Innlent

Tólf hafrar og huðna í heiminn

Kristjana Björg skrifar
Fjörugir kiðlingar setja svip sinn á húsdýragarðinn um þessar mundir. Fram undan er svo sauðburður.
Fjörugir kiðlingar setja svip sinn á húsdýragarðinn um þessar mundir. Fram undan er svo sauðburður. mynd/Húsdýragarðurinn
Geitburði er lokið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal og alls komu þrettán kiðlingar í heiminn undan níu huðnum.

Fram að geitburði var aðeins einn hafur í fjárhúsinu í garðinum en nú er karlkynið komið í meirihluta þar sem í kiðlingahópnum eru tólf hafrar en aðeins ein huðna.

Hafurinn Djákni er faðir allra kiðlinganna. Nú er í garðinum bara beðið eftir sauðburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×