Innlent

Tíu sóttu um stöðu skólameistara í Borgarholtsskóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ráðið verður í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla frá 1. apríl.
Ráðið verður í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla frá 1. apríl. vísir/pjetur
Tíu manns, þrjár konur og sjö karlar, sóttu um stöðu skólameistara í Borgarholtsskóla en umsóknarfresturinn rann út þann 2. febrúar síðastliðinn. Umsækjendurnir eru eftirfarandi:

Anton Már Gylfason,

Ari Halldórsson,

Ársæll Guðmundsson,

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir,

Bjargey Gígja Gísladóttir,

Guðrún Ragnarsdóttir,

Ingi Bogi Bogason,

Jón Eggert Bragason,

Magnús Ingólfsson og

Markús G. Sveinbjarnarson.

Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins kemur fram að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, muni skipa í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl næstkomandi að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar, samanber lög um framhaldsskóla og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×