Tíu lexíur úr þingstarfinu Jón Þór Ólafsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Markmið stjórnmálamanna eru misjöfn, rétt eins og leiðirnar sem þeir velja að þeim, en eitt eiga þeir sameiginlegt. Stjórnmálamenn vilja sitja á valdastóli, og flestir vilja þeir sitja sem fastast þar til stærri stóll er fáanlegur. Það skiptir því stjórnmálamenn sköpum, þegar nær dregur kosningu eða skipan í valdastöður, að vera álitinn ákjósanlegasti kosturinn hjá þeim sem ráða hver situr hvar. Slíkt álit má kalla pólitískt kapítal. Til að áætla og hafa áhrif á það hvernig stjórnmálamaður beitir áhrifum sínum og völdum þá er nauðsynlegt að sjá hvað veldur honum álitshnekki og kostar hann því pólitískt kapítal, og hvernig hann getur vaxið í áliti og orðið sér þannig úti um meira af því. Meðvitaður um þessar forsendur lærði ég tíu eftirfarandi lexíur í þingstarfinu.1. Gamla viðskiptamódel stjórnmálaflokkanna er ósjálfbæraraAð beita almannavaldi í þágu sérhagsmuna (sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu) í skiptum fyrir aðstoð við atkvæðaveiðar er ósjálfbærara í dag en það var. Með útbreiðslu internetsins þá er spilling oftar afhjúpuð og erfitt er að þagga niður umræðuna um hana á samfélagsmiðlum. Spillingarmál kosta pólitískt kapítal. Með auknu gegnsæi mun spilling í auknum mæli kosta meira en hún skilar.2. Valdið á Alþingi er samþjappaðNánast allt lögbundið vald á Alþingi liggur í þremur valdastöðum. 1. Forseti Alþingis, í umboði stjórnarmeirihlutans, hefur nánast alræðisvald á þingfundum þar sem mál eru rædd og endanlega afgreidd. 2. Formenn fastanefnda Alþingis, mestmegnis í umboði stjórnarflokkanna, fara í raun með alræðisvald yfir vinnslu mála í nefndunum. 3. Þingflokksformenn, í umboði flokksforustunnar, ráða miklu um það hvar og hvenær þingmenn taka þátt á nefndar- og þingfundum. - Mikill minnihluti stjórnarflokkanna á Alþingi ræður í raun.3. Þingmálakvótanum er úthlutað af forseta AlþingisEin öruggasta leiðin til að afla pólitísks kapítals er að fá mál samþykkt á Alþingi. Til að tryggja að stjórnarflokkarnir landi þeim afla að mestu sjálfir þá er óformlegur kvóti á fjölda þingmála sem forseti Alþingis úthlutar. Þó að almenn sátt sé um mikilvægt mál í samfélaginu þá verður það ekki samþykkt á Alþingi nema að sá sem leggur málið fram hafi þingmálakvóta og noti hann til að landa málinu.4. Mikið vald þingmanna er í höndum flokksforustunnarStjórnarskráin segir alþingismenn aðeins bundna af sannfæringu sinni. En lög um þingsköp, og aðrar leikreglur Alþingis, færa flokksforystunni svipuvald yfir samflokksmönnum á þingi. Óhlýðnum þingmönnum er sagt að þeir „þurfi ekkert að mæta á fundi þingflokksins“, þar sem þingstarf flokksins er skipulagt. Það er líka þingflokkurinn, ekki þingmaðurinn, sem á nefndarsætin og þingmálakvótann. Óhlýðinn þingmaður tapar tækifærum til áhrifa innan Alþingis og innan flokksins.5. Þekkingin sem er undirstaða valda býr hjá flokksforustunniÓbreyttur þingmaður sem kann leikreglur þingsins getur haft töluverð áhrif, þó að hann sé óhlýðinn. Fáir þingmenn kunna samt lög um þingsköp og aðrar reglur um innra starf þingsins, og hvað þá allar hinar óskrifuðu venjur og klæki. Gömlu refirnir og flokksforustan sem þeir styðja hafa meira vald í krafti þeirrar þekkingar.6. Meirihluti þingsins ræður, ekki meirihluti landsmanna, enn þáÞar til að landsmenn sjálfir fá málskotsréttinn milliliðalaust þá er málþóf minnihlutans í þinginu síðasta vörn landsmanna gegn yfirgangi stjórnarmeirihlutans. Málþóf er aðeins eins sterkt og réttlætingin fyrir því. Þeim mun afgerandi og þekktari sem vilji landsmanna er, þeim mun kostnaðarsamara er það fyrir þingmenn meirihlutans að stöðva málþófið.7. Að vanrækja forgangsmál landsmanna kostar mismikiðMálefnaleg, heiðarleg og ítrekuð áminning að um vanrækslu sé að ræða gerir hana kostnaðarsamari. Það er líka erfiðara fyrir þá sem hafa verið staðnir að vanrækslu að selja óvinsælar lausnir við vandamáli sem almennt er vitað að þeir sjálfir sköpuðu. Því betur sem landsmönnum er ljóst að heilbrigðisþjónustu hefur hrakað vegna vanrækslu stjórnvalda þeim mun pólitískt dýrara verður hvert einkavæðingarskref, og því færri verða stigin.8. Að tefja er oft það sama og sigra í pólitíkTöf á einu þingmáli þýðir að önnur mál komast framar í afgreiðsluferlinu. Tafir eiga það líka til að verða ótímabundnar svo mál daga uppi. Tafir á framlagningu og á vinnslu mála sem stjórnvöld og stjórnsýslan vilja fá samþykkt þýðir iðulega minni aðkomu og eftirlit í þinginu. Tímaþjófar í pólitík eru líklegri til að verða sér úti um pólitískt kapítal.9. Að stela veislunni og skilja reikninginn eftirPólitískt kapítal stjórnmálamanns eykst ef hann kemst upp með að eigna sér heiðurinn af vinsælum verkum annarra á meðan aðrir bera ábyrgð á skítverkunum. Ábyrgð hefur afgerandi áhrif á pólitískt kapítal stjórnmálamannsins. Það sem „virðist vera satt“ vegur þyngra í veski stjórnmálamannsins en sannleikurinn.10. Landsmenn munu í meiri mæli koma að málum sem þá varðaPólitískt vald er föst stærð. Það vald sem þjóðin vill fá milliliðalaust til sín, það missa stjórnmálamenn. En stjórnmálamaðurinn nær fram vilja sínum með pólitísku valdi. Valdbeiting skapar honum líka óteljandi tækifæri til að vinna sér inn pólitískt kapítal. Stjórnmálamaðurinn sleppir því ekki valdi nema hann telji kostnaðarsamara að halda í það. Aukinn þátttökuvilji landsmanna gerir það pólitískt kostnaðarsamara að halda landsmönnum frá ákvörðunum í málum sem þá varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Markmið stjórnmálamanna eru misjöfn, rétt eins og leiðirnar sem þeir velja að þeim, en eitt eiga þeir sameiginlegt. Stjórnmálamenn vilja sitja á valdastóli, og flestir vilja þeir sitja sem fastast þar til stærri stóll er fáanlegur. Það skiptir því stjórnmálamenn sköpum, þegar nær dregur kosningu eða skipan í valdastöður, að vera álitinn ákjósanlegasti kosturinn hjá þeim sem ráða hver situr hvar. Slíkt álit má kalla pólitískt kapítal. Til að áætla og hafa áhrif á það hvernig stjórnmálamaður beitir áhrifum sínum og völdum þá er nauðsynlegt að sjá hvað veldur honum álitshnekki og kostar hann því pólitískt kapítal, og hvernig hann getur vaxið í áliti og orðið sér þannig úti um meira af því. Meðvitaður um þessar forsendur lærði ég tíu eftirfarandi lexíur í þingstarfinu.1. Gamla viðskiptamódel stjórnmálaflokkanna er ósjálfbæraraAð beita almannavaldi í þágu sérhagsmuna (sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu) í skiptum fyrir aðstoð við atkvæðaveiðar er ósjálfbærara í dag en það var. Með útbreiðslu internetsins þá er spilling oftar afhjúpuð og erfitt er að þagga niður umræðuna um hana á samfélagsmiðlum. Spillingarmál kosta pólitískt kapítal. Með auknu gegnsæi mun spilling í auknum mæli kosta meira en hún skilar.2. Valdið á Alþingi er samþjappaðNánast allt lögbundið vald á Alþingi liggur í þremur valdastöðum. 1. Forseti Alþingis, í umboði stjórnarmeirihlutans, hefur nánast alræðisvald á þingfundum þar sem mál eru rædd og endanlega afgreidd. 2. Formenn fastanefnda Alþingis, mestmegnis í umboði stjórnarflokkanna, fara í raun með alræðisvald yfir vinnslu mála í nefndunum. 3. Þingflokksformenn, í umboði flokksforustunnar, ráða miklu um það hvar og hvenær þingmenn taka þátt á nefndar- og þingfundum. - Mikill minnihluti stjórnarflokkanna á Alþingi ræður í raun.3. Þingmálakvótanum er úthlutað af forseta AlþingisEin öruggasta leiðin til að afla pólitísks kapítals er að fá mál samþykkt á Alþingi. Til að tryggja að stjórnarflokkarnir landi þeim afla að mestu sjálfir þá er óformlegur kvóti á fjölda þingmála sem forseti Alþingis úthlutar. Þó að almenn sátt sé um mikilvægt mál í samfélaginu þá verður það ekki samþykkt á Alþingi nema að sá sem leggur málið fram hafi þingmálakvóta og noti hann til að landa málinu.4. Mikið vald þingmanna er í höndum flokksforustunnarStjórnarskráin segir alþingismenn aðeins bundna af sannfæringu sinni. En lög um þingsköp, og aðrar leikreglur Alþingis, færa flokksforystunni svipuvald yfir samflokksmönnum á þingi. Óhlýðnum þingmönnum er sagt að þeir „þurfi ekkert að mæta á fundi þingflokksins“, þar sem þingstarf flokksins er skipulagt. Það er líka þingflokkurinn, ekki þingmaðurinn, sem á nefndarsætin og þingmálakvótann. Óhlýðinn þingmaður tapar tækifærum til áhrifa innan Alþingis og innan flokksins.5. Þekkingin sem er undirstaða valda býr hjá flokksforustunniÓbreyttur þingmaður sem kann leikreglur þingsins getur haft töluverð áhrif, þó að hann sé óhlýðinn. Fáir þingmenn kunna samt lög um þingsköp og aðrar reglur um innra starf þingsins, og hvað þá allar hinar óskrifuðu venjur og klæki. Gömlu refirnir og flokksforustan sem þeir styðja hafa meira vald í krafti þeirrar þekkingar.6. Meirihluti þingsins ræður, ekki meirihluti landsmanna, enn þáÞar til að landsmenn sjálfir fá málskotsréttinn milliliðalaust þá er málþóf minnihlutans í þinginu síðasta vörn landsmanna gegn yfirgangi stjórnarmeirihlutans. Málþóf er aðeins eins sterkt og réttlætingin fyrir því. Þeim mun afgerandi og þekktari sem vilji landsmanna er, þeim mun kostnaðarsamara er það fyrir þingmenn meirihlutans að stöðva málþófið.7. Að vanrækja forgangsmál landsmanna kostar mismikiðMálefnaleg, heiðarleg og ítrekuð áminning að um vanrækslu sé að ræða gerir hana kostnaðarsamari. Það er líka erfiðara fyrir þá sem hafa verið staðnir að vanrækslu að selja óvinsælar lausnir við vandamáli sem almennt er vitað að þeir sjálfir sköpuðu. Því betur sem landsmönnum er ljóst að heilbrigðisþjónustu hefur hrakað vegna vanrækslu stjórnvalda þeim mun pólitískt dýrara verður hvert einkavæðingarskref, og því færri verða stigin.8. Að tefja er oft það sama og sigra í pólitíkTöf á einu þingmáli þýðir að önnur mál komast framar í afgreiðsluferlinu. Tafir eiga það líka til að verða ótímabundnar svo mál daga uppi. Tafir á framlagningu og á vinnslu mála sem stjórnvöld og stjórnsýslan vilja fá samþykkt þýðir iðulega minni aðkomu og eftirlit í þinginu. Tímaþjófar í pólitík eru líklegri til að verða sér úti um pólitískt kapítal.9. Að stela veislunni og skilja reikninginn eftirPólitískt kapítal stjórnmálamanns eykst ef hann kemst upp með að eigna sér heiðurinn af vinsælum verkum annarra á meðan aðrir bera ábyrgð á skítverkunum. Ábyrgð hefur afgerandi áhrif á pólitískt kapítal stjórnmálamannsins. Það sem „virðist vera satt“ vegur þyngra í veski stjórnmálamannsins en sannleikurinn.10. Landsmenn munu í meiri mæli koma að málum sem þá varðaPólitískt vald er föst stærð. Það vald sem þjóðin vill fá milliliðalaust til sín, það missa stjórnmálamenn. En stjórnmálamaðurinn nær fram vilja sínum með pólitísku valdi. Valdbeiting skapar honum líka óteljandi tækifæri til að vinna sér inn pólitískt kapítal. Stjórnmálamaðurinn sleppir því ekki valdi nema hann telji kostnaðarsamara að halda í það. Aukinn þátttökuvilji landsmanna gerir það pólitískt kostnaðarsamara að halda landsmönnum frá ákvörðunum í málum sem þá varða.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun