Innlent

Tilnefning á heimsminjaskrá

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þingvellir. Verðmætt menningarlandslag.
Þingvellir. Verðmætt menningarlandslag. Fréttablaðið/GVA
Lögð hefur verið fram umsókn um heimsminjaskráningu menningarminja frá víkingaöld á Þingvöllum. Þetta kom fram á síðasta fundi Þingvallanefndar þar sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sagði frá raðtilnefningu sjö staða í fimm löndum til Heimsminjaskrár UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar SÞ.

Kom fram að menningarlandslag Þingvalla sé innan þessarar tilnefningar og að fulltrúi frá Icomos, stofnun UNESCO, hafi átti fundi hérlendis 29. september og heimsótt Þingvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×