Viðskipti innlent

Tilkynnt um bankaráðsmenn á morgun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Steinþór Pálsson hyggst starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson hyggst starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm
Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins verður tilkynnt á morgun um hvaða fimm menn verða nýir í bankaráði Landsbankans á aðalfundi á fimmtudag. Eins og Vísir greindi frá sækjast fimm af sjö bankaráðsmönnum ekki eftir endurkjöri vegna Borgunarmálsins.

Bankasýslan hefur sent nöfn þeirra fimm sem hún gerir tillögu um í bankaráð Landsbankans. Samkvæmt lögum á að leggja fram upplýsingar um frambjóðendur tveimur dögum fyrir aðalfund í síðasta lagi. Því má búast við tilkynningu um framboð á vef Landsbankans á morgun fyrir klukkan fimm.

Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformaður, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson segjast reikna með því að skila af sér störfum á aðalfundi bankans þann 14. apríl.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×