Skoðun

Til hvers þarf rándýrar skólabyggingar?

Kristinn Steinn Traustason skrifar
Borgarstjóri kynnti á opnum íbúafundi viðhorfskönnun borgarinnar til umhverfis og þjónustu í hverfinu. Einnig var framkvæmdar- og frumkostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu á nýrri miðju fyrir hverfin Úlfarsárdal og Grafarholt. Þar sem byggður verður nýr Dalskóli, íþróttaraðstaða fyrir Fram, menningarmiðstöð með bókasafni og sundlaug. Fjölmenni var á fundinum og voru viðbrögð fundarmanna æði blendin.

Viðhorfskönnunin kom verulega illa út fyrir borgina þar sem fólk í hverfinu er afar óánægt með þá þjónustu sem borgin veitir. Það kemur undirrituðum ekki á óvart enda margar ástæður fyrir því. Svo sem þjónusta við íbúa og hvernig borgin hefur komið fram í skipulagi hverfisins þar sem ekki hefur verið tekið neitt mark á þeim fjölmörgu athugasemdum sem íbúar hafa gert við hinar ýmsu skipulagstillögur.

Nú er ljóst að Reykjavíkurborg ætlar sér ekki að standa við stóru orðin og byggja hratt upp skóla og þjónustubyggingar í Úlfarsárdal fyrir í íbúa Úlfarsárdals og Grafarholts eins og lofað var.

Borgin ætlar sér 7 ár í viðbót við þau 3 ár sem nú eru liðin frá því ákveðið var að breyta skipulagi Úlfarsárdals. Því verða liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því íbúar fluttu í Grafarholtið.

Maður spyr sig að því tilhvers þarfa að byggja alla þessa fínu og fallegu skóla um alla borg sem kosta marga miljarða ef það er í lagi að koma heilu árgöngunum í gegnum skólakerfið í bráðabyrgða húsnæði. Væri ekki nær að spara allt þetta fjármagn og nýta í einhvern önnur skemmtilegri verkefni á vegum borgarinnar, ef þetta er nóg?

Einnig væri hægt að nýta bæjarlækinn til sundkennslu eins og gert var í gamaldaga, allir lærðu jú að synda.

Nei í alvöru talað þá getur það vart talist til eðlilegra vinnubragða við uppbyggingu og rekstur hverfa borgarinnar að heilu árgangarnir fari í gegn um grunnskólakerfið við þær aðstæður sem okkar börnum er boðið upp á. Í ljósi þeirrar miklu og metnaðarfullu uppbyggingar sem fyrirhugðuð er í Reykjavík á komandi árum ætti þessi framkvæmd sem okkur hefur verið kynnt að endurspegla þann metnað og setja ný viðmið í hraða uppbyggingar innviða hverfa borgarinnar, 15 ár til þess er of langur tími – betur má ef duga skal.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×