Innlent

Þyrlan á þönum síðan klukkan 11 í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Guðbrandur Örn Hjá Landsbjörgu segir að það sé aukið álag á öllum viðbragðsaðilum út af aukinni umferð ferðamanna.
Guðbrandur Örn Hjá Landsbjörgu segir að það sé aukið álag á öllum viðbragðsaðilum út af aukinni umferð ferðamanna. Vísir/Vilhelm
„Dagurinn hefur verið mjög annasamur þar sem við höfum þurft að sinna tveimur mjög erfiðum verkefnum í dag,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson hjá bakvakt landsstjórnar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samtali við Vísi.

Guðbrandur vísar þar til fjórhjólaslyssins í Seljadal og göngumannsins sem var illa haldinn nærri Hesteyri á Hornströndum fyrr í dag. „Samvinna björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar skipti sköpum í dag.“

Guðbrandur segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa til aðstoðar í tilvikum. Hann segir að björgunarsveitarmenn hafi fyrstir komið til aðstoðar og hlúð að mönnum og síðan hafi þyrlan komið og flutt slösuðu mennina í burtu.

Hann segir að á Hornströndum hefði það reynst mjög löng og erfið leið fyrir höndum ef þyrlan hefði ekki komið til aðstoðar. „Miðað við meiðsli mannsins hefði sá flutningur verið mjög óþægilegur fyrir manninn.“

Að sögn Guðbrands hefur þyrlan verið á þönum síðan klukkan ellefu í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög krítískt ástand þegar svona gerist. Við erum með alltof fáar þyrlur og þyrftum helst að vera betur búin. Almennt séð eiga að vera tvær þyrlur, en vandinn er sá að það þarf svo lítið út af að bregða. Þá erum við komin í það ástand að það skortir áhafnir. Út af hvíldarreglum og kostnaði þá er alls staðar þrengt að. Mikil aukning ferðamanna spilar sömuleiðis mjög stóra rullu. Það er aukið álag á öllum viðbragðsaðilum út af aukinni umferð ferðamanna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×