Innlent

Þyrla Ólafs flutt af slysstað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá flutningunum í gær.
Frá flutningunum í gær. Mynd/Áhöfnin á TF-LÍF
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF aðstoðaði í gær rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrlu Ólafs Ólafssonar, sem þurfti að nauðlenda á Henglinum nærri Nesjavöllum á sunnudagskvöld. Þyrlan var flutt frá slysstað niður að Nesjavallavirkjun og þaðan með flutningabíl til Reykjavíkur.

Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að aðgerðin hafi gengið mjög vel en áhöfnin á TF-LÍF tók meðfylgjandi myndir. 

Fimm voru um borð í þyrlunni en um var að ræða tvo Finna og einn Dani sem voru í heimsókn hjá Ólafi auk reynds íslensks þyrluflugmanns. Gestir Ólafs eru farnir af landi brott en Ólafur var enn á Landspítalanum síðast þegar fréttist en hann slasaðist nokkuð í slysinu og var mjög kvalinn að því er eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, greindi frá fyrr í vikunni.

 

Búið að lenda með vélina hjá Nesjavallavirkjun.Mynd/Áhöfnin á TF LÍF
Þyrlurnar á flugi frá slysstað að virkjuninni.Mynd/Áhöfnin á TF-LÍF

Tengdar fréttir

Tjáir sig ekki um skýringar þyrlumanna

"Það er ekkert í raun og veru sem ég vil tjá mig um núna. Við þurfum að skoða þetta allt saman betur,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×