Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að ná í manninn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að ná í manninn. vísir/vilhelm
Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru því kallaðar út en maðurinn hafði verið á göngu í fjöllunum undir jökli síðustu daga.

Afar fátítt er að göngufólk sé á ferð á þessum slóðum að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Maðurinn er heill á húfi en orðið nokkuð kalt. Hann lenti í sjálfheldu í miklum bratta og komst hvorki lönd né strönd.

Þá var hann jafnframt þannig staðsettur að erfitt var að komast að honum á landi og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Átti hún að koma á staðinn núna rétt fyrir klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×