Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til leitarinnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að öllum tiltækum ráðum sé og verði beitt við leitina.
Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að öllum tiltækum ráðum sé og verði beitt við leitina. vísir/eyþór
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú við Hafnarfjarðarhöfn þar sem Birnu Brjánsdóttur er leitað. Leitin er gríðarlega umfangsmikil en yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn með nokkra hunda og tvo dróna hafa fínkembt svæðið í allan dag.

Björgunarfólk leggur allt kapp á að leita af sér allan grun á meðan bjart er. Fyrst og fremst er unnið út frá Hafnarfjarðarhöfn en skór sem taldir eru vera í eigu Birnu fundust þar skammt frá, eða við birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrarbraut. Leitarsvæðið verður svo líklega stækkað þegar líða tekur á daginn en enn á eftir að leita við Flatahraun, þar sem talið er að hafi verið slökkt á síma Birnu.

Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að öllum tiltækum ráðum sé og verði beitt við leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×