Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 14:27 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. Vísir Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“ Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53