Þurfum að horfast í augu við ógnina Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 28. febrúar 2015 10:00 Heildstæð stefna um þjóðaröryggi Íslands er ekki fyrir hendi. Eftir að bandaríski herinn fór frá landinu árið 2006 hefur vinna verið í gangi við að skilgreina og meta ógnir sem steðja að okkur og viðbrögð við þeim. Sú vinna er á lokametrunum og mun Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggja fram stefnu um þjóðaröryggi á þingi á komandi vikum. „Við erum auðvitað að horfa á nýjar ógnir sem hafa komið fram á þessum tíma. En í þessari vinnu, við að setja okkur þjóðaröryggisstefnu, höfum við átt samtöl og fundi með alls konar sérfræðingum, innlendum og erlendum. Við höfum verið að skoða hvernig aðrir eru að gera þetta, til að mynda Norðmenn. Flestar aðrar þjóðir eru með þjóðaröryggisnefnd eða ráð og við munum leggja það til,“ segir Gunnar Bragi.Undir hvern mun slíkt ráð heyra og verður það pólitískt skipað? „Það eru nokkrar leiðir færar, en líklega mun forsætisráðherra fara fyrir slíku ráði, sem skiptir máli upp á samhæfingu og annað. En það er engin ein uppskrift til af þessu. Við teljum alla vega mikilvægt að skipa þetta ráð, til þess að geta fylgst með, skilgreint og endurskilgreint þjóðaröryggi Íslands. Ráðið mun líka hafa forvarnargildi og auðvitað viðbragðsgildi líka, ef það eitthvað gerist.“Höfum verið afslöppuð Steðjar að okkur meiri ógn en þú gerðir þér í hugalund áður en þú fórst að vinna að þessum málaflokki? „Það hefur komið þægilega á óvart er hvað við höfum getað verið afslöppuð hingað til þegar kemur að öryggismálum. En ég tel að það sé ákveðin breyting að verða og við getum ekki leyft okkur þann munað að hugsa að það muni ekki neitt gerast í hér. Við þurfum að passa landhelgina og umhverfið okkar, umhverfisógnir geta verið þjóðaröryggismál. Við teljum mikilvægt að horfa til þeirra “Hvernig þá? „Til að mynda slys sem geta orðið vegna vaxandi umferðar á norðurslóðum, flutningaskip og skemmtiferðaskip, möguleg olíuleit. Hækkun hitastigs og hækkun yfirborðs sjávar, breytingar á fiskistofnum, allt eru þetta ógnir við þjóðaröryggi. Það er mjög auðvelt að sökkva sér mjög djúpt í hvað getur verið umhverfisógn. En það er mjög mikilvægt fyrir Ísland að horfa til þeirra.“Netárásir ný ógn og alvarlegri Gunnar Bragi telur einnig mikilvægt að tryggja varnir okkar þar sem við erum herlaus þjóð. Nýjar ógnir, eins og netárásir á stjórnvöld og fyrirtæki þarfnast hins vegar annarra viðbragða en hernaðar. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki gert mér grein fyrir því þegar ég kom á þing 2009 hversu hröð þróun og alvarleg ógn er af netárásum. Við höfum séð það í fréttum að það er án efa verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og íslenska stjórnkerfið. Við þurfum að horfa til okkar innviða í þessu samhengi, sjúkrahúsin, rafmagnsnetið og stofnanna.“Höfum við verið að byggja upp nógu sterkar varnir gegn netárásum? „Örugglega ekki nógu miklar en það er búið að bæta töluvert mikið úr og á grundvelli þessara tillagna vona ég að við munum vakna ennþá meira upp og setja kraft í lykilþætti sem við þufum að passa. Ég veit að lykilfyrirtæki eins og Landsvirkjun og aðrar lykilstofnanir hafa verið að uppfæra sín kerfi og reyna að bregðast við. Þannig að í dag er erfiðara í fikta í þessu hjá okkur en það var fyrir ári eða tveimur.“Atburðirnir í París og Kaupmannahöfn hafa vakið upp spurningar um öryggi og viðbrögð við hryðjuverkaógn, hefur sú umræða haft áhrif á þessa vinnu? „Ég held að við höfum verið meðvituð um það lengur en þann tíma að slík ógn er nær okkur heldur en við höfum haldið hingað til. Hryðjuvekin í Útey í Osló vakti marga upp af vondum draumi, þegar svona gerist hjá vinaþjóð okkar. Það sem er að gerast í Evrópu núna er kannski staðfesting á því að þessi ógn er nálægt okkur. Við getum ekki leyft okkur að hugsa þannig að það geti ekkert gerst á Íslandi. Við erum samt sem áður öruggt land og lítil þjóð. Við getum hugsað vel um hvort annað þannig er ógnin fjarlægari okkur en mörgum öðrum, en við getum ekki látið eins og hún sé ekki til staðar.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Heildstæð stefna um þjóðaröryggi Íslands er ekki fyrir hendi. Eftir að bandaríski herinn fór frá landinu árið 2006 hefur vinna verið í gangi við að skilgreina og meta ógnir sem steðja að okkur og viðbrögð við þeim. Sú vinna er á lokametrunum og mun Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggja fram stefnu um þjóðaröryggi á þingi á komandi vikum. „Við erum auðvitað að horfa á nýjar ógnir sem hafa komið fram á þessum tíma. En í þessari vinnu, við að setja okkur þjóðaröryggisstefnu, höfum við átt samtöl og fundi með alls konar sérfræðingum, innlendum og erlendum. Við höfum verið að skoða hvernig aðrir eru að gera þetta, til að mynda Norðmenn. Flestar aðrar þjóðir eru með þjóðaröryggisnefnd eða ráð og við munum leggja það til,“ segir Gunnar Bragi.Undir hvern mun slíkt ráð heyra og verður það pólitískt skipað? „Það eru nokkrar leiðir færar, en líklega mun forsætisráðherra fara fyrir slíku ráði, sem skiptir máli upp á samhæfingu og annað. En það er engin ein uppskrift til af þessu. Við teljum alla vega mikilvægt að skipa þetta ráð, til þess að geta fylgst með, skilgreint og endurskilgreint þjóðaröryggi Íslands. Ráðið mun líka hafa forvarnargildi og auðvitað viðbragðsgildi líka, ef það eitthvað gerist.“Höfum verið afslöppuð Steðjar að okkur meiri ógn en þú gerðir þér í hugalund áður en þú fórst að vinna að þessum málaflokki? „Það hefur komið þægilega á óvart er hvað við höfum getað verið afslöppuð hingað til þegar kemur að öryggismálum. En ég tel að það sé ákveðin breyting að verða og við getum ekki leyft okkur þann munað að hugsa að það muni ekki neitt gerast í hér. Við þurfum að passa landhelgina og umhverfið okkar, umhverfisógnir geta verið þjóðaröryggismál. Við teljum mikilvægt að horfa til þeirra “Hvernig þá? „Til að mynda slys sem geta orðið vegna vaxandi umferðar á norðurslóðum, flutningaskip og skemmtiferðaskip, möguleg olíuleit. Hækkun hitastigs og hækkun yfirborðs sjávar, breytingar á fiskistofnum, allt eru þetta ógnir við þjóðaröryggi. Það er mjög auðvelt að sökkva sér mjög djúpt í hvað getur verið umhverfisógn. En það er mjög mikilvægt fyrir Ísland að horfa til þeirra.“Netárásir ný ógn og alvarlegri Gunnar Bragi telur einnig mikilvægt að tryggja varnir okkar þar sem við erum herlaus þjóð. Nýjar ógnir, eins og netárásir á stjórnvöld og fyrirtæki þarfnast hins vegar annarra viðbragða en hernaðar. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki gert mér grein fyrir því þegar ég kom á þing 2009 hversu hröð þróun og alvarleg ógn er af netárásum. Við höfum séð það í fréttum að það er án efa verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og íslenska stjórnkerfið. Við þurfum að horfa til okkar innviða í þessu samhengi, sjúkrahúsin, rafmagnsnetið og stofnanna.“Höfum við verið að byggja upp nógu sterkar varnir gegn netárásum? „Örugglega ekki nógu miklar en það er búið að bæta töluvert mikið úr og á grundvelli þessara tillagna vona ég að við munum vakna ennþá meira upp og setja kraft í lykilþætti sem við þufum að passa. Ég veit að lykilfyrirtæki eins og Landsvirkjun og aðrar lykilstofnanir hafa verið að uppfæra sín kerfi og reyna að bregðast við. Þannig að í dag er erfiðara í fikta í þessu hjá okkur en það var fyrir ári eða tveimur.“Atburðirnir í París og Kaupmannahöfn hafa vakið upp spurningar um öryggi og viðbrögð við hryðjuverkaógn, hefur sú umræða haft áhrif á þessa vinnu? „Ég held að við höfum verið meðvituð um það lengur en þann tíma að slík ógn er nær okkur heldur en við höfum haldið hingað til. Hryðjuvekin í Útey í Osló vakti marga upp af vondum draumi, þegar svona gerist hjá vinaþjóð okkar. Það sem er að gerast í Evrópu núna er kannski staðfesting á því að þessi ógn er nálægt okkur. Við getum ekki leyft okkur að hugsa þannig að það geti ekkert gerst á Íslandi. Við erum samt sem áður öruggt land og lítil þjóð. Við getum hugsað vel um hvort annað þannig er ógnin fjarlægari okkur en mörgum öðrum, en við getum ekki látið eins og hún sé ekki til staðar.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira