Lífið

Þrjú þúsund manns gerðust heimsforeldrar

Bjarki Ármannsson skrifar
Stefán Ingi býður nýja heimsforeldra velkomna í tilkynningu.
Stefán Ingi býður nýja heimsforeldra velkomna í tilkynningu. Vísir/Daníel/Ernir
Um þrjú þúsund manns gerðust heimsforeldrar hjá UNICEF á Íslandi á degi rauða nefsins, sem fór fram í gær. Í gærkvöldi sýndi RÚV rúmlega fjögurra klukkustunda skemmtiþátt þar sem fólk var hvatt til að hringja inn og leggja samtökunum lið sitt.

Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að dagurinn hafi heppnast afar vel. Ásamt þeim þrjú þúsund sem gerðust heimsforeldrar í gær, hafi fjölmargir heimsforeldrar hringt inn og óskað eftir því að hækka framlag sitt.

„Við gætum ekki verið ánægðari með niðurstöðuna sem er framar okkar björtustu vonum,“ segir Stefán Ingi Stefánsson í tilkynningunni. „Við bjóðum alla nýja heimsforeldra UNICEF hjartanlega velkomna og erum þakklát og snortin yfir því hve stór hluti þjóðarinnar leggur baráttu UNICEF lið.“

UNICEF er barnahjálparsamtök á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samtökin starfa í 190 löndum og treystir eingöngu á frjáls framlög.


Tengdar fréttir

Heimatibúin rauð nef

Dagur rauða nefsins er á morgun en þá eru landsmenn hvattir til að sýna réttindum barna um heim allan stuðning með því að búa til sín eigin rauðu nef. Nemendur í leikskólanum Ásum í Garðabæ tóku áskoruninni fagnandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×