Innlent

Þrjár bikbirgðastöðvar fá leyfi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Með vorinu fjölgar verkum sem snúa að vegagerð.
Með vorinu fjölgar verkum sem snúa að vegagerð. Fréttablaðið/Vilhelm
Umhverfisstofnun hefur gefið út þrjú starfsleyfi fyrir bikbirgðastöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði, Reyðarfirði og Sauðárkróki.

„Bikbirgðastöðvar eru olíubirgðastöðvar samanber skilgreiningu á olíu sem fram kemur í reglugerð nr. 35/1994, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.

„Engu að síður er minni mengunarhætta af stöð sem eingöngu geymir olíuefni til malbiks- og olíumalarframleiðslu en af venjulegri olíubirgðastöð.“ Starfsleyfi stöðvanna gilda til 19. mars árið 2031.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×