Sport

Þrír Íslendingar í undanúrslit Evrópumótsins

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Bjarki Þór sigraði tvo bardaga í dag.
Bjarki Þór sigraði tvo bardaga í dag. Kjartan Páll Sæmundsson.
Seinni dagur Evrópumótsins í MMA fór fram í Birmingham í dag. Sjö Íslendingar kepptu í dag og eigum við þrjá fulltrúa í undanúrslitum eftir daginn.

Bjarki Ómarsson barðist tvo bardaga í dag. Þann fyrri sigraði hann á tæknilegu rothöggi en tapaði seinni bardaganum gegn Norðmanni eftir dómaraákvörðun. Bardaginn var sagður einn besti bardagi mótsins en því miður er Bjarki dottinn úr leik.

Bjarki Þór Pálsson sigraði tvo bardaga í dag og er kominn í undanúrslit. Bjarki Þór byrjaði daginn á að sigra Ítala með „arm triangle“ hengingu og tryggði sér svo sæti í undanúrslitum með sigri á Frakka eftir „armbar“ í fyrstu lotu. Glæsilegur árangur hjá Bjarka Þór.

Þau Egill Øydvin Hjördísarson, Bjartur Guðlaugsson og Inga Birna Ársælsdóttir þurftu öll að sætta sig við tap í sínum bardögum í dag og eru þau því úr leik.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn fyrsta bardaga á mótinu í dag. Hún sigraði andstæðing sinn eftir dómaraákvörðun og hafði yfirburði allan bardagann. Hún er komin í undanúrslitin sem fara fram á morgun.

Pétur Jóhannes Óskarsson barðist sinn fyrsta MMA bardaga í dag þegar hann mætti Búlgaranum Yordan Ivanov. Pétur sigraði með „armbar“ í fyrstu lotu og er því kominn í undanúrslit.

Þau Bjarki Þór, Pétur Jóhannes og Sunna Rannveig verða því öll í undanúrslitum Evrópumótsins sem fara fram á morgun. Nánari lýsingu á bardögunum má finna á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×