Enski boltinn

Þriðja tap United í röð | Sjáðu sigurmark WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
West Bromwich Albion mætti á Old Trafford og tók þrjú stigin sem þar voru í boði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jonas Olsson skoraði eina mark leiksins.

Staðan var markalaus í hálfleik, en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Það var lítið um færi, en United var skrefi á undan og átti ívið betri færi.

Á 63. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins. Chris Brunt skaut þá í Jonas Olsson og inn fór boltinn. Olsson reyndist hetjan.

United fékk kjörið tækifæri til að jafna metin á 74. mínútu, en Robin van Persie brást bogalistinn af vítapunktinum. Lokatölur 0-1 sigur lærisveina Tony Pulis.

Þetta er þriðji leikurinn í röð sem United tapar og þriðji leikurinn í röð sem United nær ekki að skora mark í. United er í fjórða sætinu, en WBA er í því þrettánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×