Innlent

Þrettán ára stúlka flýði menn á svörtum bíl

Tveir menn buðu dreng undir tíu ára aldri við Húsaskóla í Grafarvogi í morgun að koma upp í bíl þeirra og skoða leikföng. Drengurinn lét ekki tilleiðast og var lögreglunni gert viðvart.

Einnig hefur heyrst af svipuðum málum í Hafnarfirði þar sem reynt var að tæla hóp stúlkna upp í bíl og og í nágrenni Fellaskóla flúði þrettán ára stúlka menn á svörtum bíl.

Bíll mannanna var svartur en lögreglan hefur ekki bílnúmer. Lýsingin á honum svipar þó til sama bíls sem tveir menn voru í við Garðaskóla í byrjun mánaðar þar sem þeir buðu átta ára dreng að skoða knattspyrnudót.

Samkvæmt lýsingu eru mennirnir taldir vera undir þrítugu og er annar þeirra með skegg.  Lögreglan hvetur foreldra til að brýna fyrir börnum sínum að fara aldrei upp í bíl með ókunnugum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×