Innlent

Þrem grunuðum sleppt úr haldi

Snærós Sindradóttir skrifar
Mennirnir þrír eru grunaðir um nauðgun og frelsissviptingu.
Mennirnir þrír eru grunaðir um nauðgun og frelsissviptingu. Vísir/Pjetur
Mennirnir þrír sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á þriðjudag grunaðir um nauðgun og frelsissviptingu voru leystir úr haldi í gær. Úrskurður Héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður á miðvikudag en samkvæmt upplýsingum frá verjanda eins mannanna leysti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mennina úr haldi svo ekki kom til þess að Hæstiréttur dæmdi um gæsluvarðhaldið. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfestir að rannsóknarhagsmunir hafi ekki verið lengur til staðar og því hafi mönnunum verið sleppt. Rannsókn málsins miðar vel áfram.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær. Mennirnir þrír, tveir Íslendingar og einn af erlendu bergi brotinn, eru grunaðir um frelsissviptingu og nauðgun á konu sem tilkynnti um atvikið á mánudag. Konan fékk aðstoð á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis­ofbeldis í kjölfar þess að lögregla var kölluð út vegna málsins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að konan hafi þekkt að minnsta kosti einn mannanna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×