Innlent

Þráinn Bertelsson: Fimm prósent þjóðarinnar eru fábjánar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þráinn Bertelsson var ómyrkur í máli á Bylgjunni. Mynd/ Valgarður.
Þráinn Bertelsson var ómyrkur í máli á Bylgjunni. Mynd/ Valgarður.
Þeir sem eru á móti því að ríkið greiði listamannalaun eru fábjánar, sagði Þráinn Bertelsson þingmaður í Bítinu á Bylgjunni. Þetta sagði hann í tilefni af því að netkönnun sem gerð var á Vísi bendir til þess að mikill meirihluti er á móti því að ríkið greiði listamannalaun. 1183 tóku þátt í könnuninni. Um 80% sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun.

Þráinn sagði að það væru miklu meira en 1100 fábjánar á landinu. „Það eru svona um það bil 5% af þjóðinni fábjánar. Það er miklu meira en 1100," sagði Þráinn.

Upp hófust nokkuð skörp orðaskipti á milli Þráins Steinssonar tæknimanns á Bylgjunni og Þráins Bertelssonar eftir að sá síðarnefndi lét þessi orð falla. Þau fara hér eftir.

ÞS: Og þeir eru flestir á listamannalaunum?

ÞB: Veistu mér þykir sumt bara sem sagt er ekki vera svaravert -

ÞS: ég skil ekki hvernig þú getur sagt svona

ÞB: Ég held að þú ættir að einbeita þér að því að stjórna tökkunum þarna heldur en að vera að blanda þér í umræðuna þarna

ÞS: Sem ég hef greinilega ekkert vit á?

ÞB: Hún er á plani fyrir ofan höfuðið á þér

ÞS: það er alveg ljóst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×