Íslenski boltinn

Þorri Geir: Copa Mundial eru bestu skór sem hafa verið gerðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorri í svarthvítum skóm, Jonathan Hendrickx, leikmaður FH, í gulum.
Þorri í svarthvítum skóm, Jonathan Hendrickx, leikmaður FH, í gulum. Vísir/Andri Marinó
Skóbúnaður Stjörnumannsins Þorra Geirs Rúnarssonar í úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn 4. október síðastliðinn vakti nokkra athygli.

Á meðan flestir ungir, sem og eldri, leikmenn spila í skærlitum og áberandi takkaskóm lék Þorri í klassískum, svörtum og hvítum Copa Mundial skóm.

„Í FH-leiknum var ég í Copa Mundial sem ég spilaði í upp alla yngri flokkana. En ég hef aðeins verið að færa mig út í Predator-skóna núna,“ sagði Þorri í samtali við Vísi í gær.

„Ég á World Cup útgáfuna sem eru með stáltökkum og hef verið að spila í þeim. En annars skiptir það mig voða litlu máli í hvaða skóm ég spila, svo lengi sem mér líður vel í þeim.

„Það skiptir mig ekki máli hvernig skórnir eru á litinn, en ég er gamaldags í þessum málum. Copa Mundial eru bestu skór sem hafa verið gerðir,“ sagði miðjumaðurinn sem kann greinilega gott að meta.

Copa Mundial eru framleiddir af þýska íþróttavöruframleiðandanum Adidas og komu fyrst á markað 1979, 16 árum áður en Þorri kom í heiminn.

Copa Mundial í framleiðslu.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×