Sport

Þormóður og Hjördís tvöfaldir Íslandsmeistarar í júdó

Þormóður vann tvöfalt í dag.
Þormóður vann tvöfalt í dag. vísir/valli
Þormóður Jónsson og Hjördís Ólafsdóttir, úr JR, urðu tvöfaldaðir Íslandsmeistarar í júdó í dag, en Íslandsmótið fór fram í Laugardalshöll í dag.

Þormóður Jónsson hafði betur gegn Kristjáni Daðasyni í undanúrslitunum í opnum flokki og vann svo sigur á Bjarna Sigfússyni, úr Njarðvík, í úrslitaleiknum og stóð uppi sem sigurvegari.

Í kvennaflokki var það Hjördís sem var öflugust í opnum flokki. Hjördís vann Ástrósu Hilmarsdóttur, samherja sinn úr JR, í undanúrslitum og vann annan samherja sinn í úrslitunum, Ingunni Sigurðardóttir, og hirti því gullið.

Þormóður varð ennig meistari í +100 kg flokki og Hjördís hirti einnig gull í -70 kg flokki. Öll úrslit og tölfræði um keppendur og annað má finna á vef júdósambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×