Þörf á strangari kröfum til fjölda meðmælenda Karen Kjartansdóttir skrifar 2. júlí 2012 18:45 Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur rétt að auka þann fjölda meðmælenda sem forsetaframbjóðendur þurfa að afla til að framboð telst löglegt. Niðurstöður kosninganna þar sem þrír frambjóðendur fengu samtals um fimm prósent atkvæða bendi til þessa að þröskuldurinn sé of lágur í dag. Fylgi forsetaframbjóðandanna var æði misjafn. Lokatölur sýna að þeir þrír frambjóðendur sem minnst höfðu fylgið voru:Herdís Þorgeirsdóttir með 2,6 prósenta fylgi, Andrea Ólafsdóttir 1,8 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með tæpt 1 prósent. Í stjórnarskrá Íslands frá 17. júní 1944 segir: „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna." Síðan þá hafa liðið 68 ár og fjöldi kjósenda ríflega þrefaldast er fjöldi meðmælanda sé enn hinn sami. Björg Thorarensen lagaprófessor við Háskóla Íslands telur að þetta hafi orðið til þess að þröskuldur til framboðs til forseta Íslands hafi lækkað. Bendir hún á að árið 1944 voru kosningarbærir menn um 74 þúsund því þurftu frambjóðendur að skila inn meðmælum frá um 2 tveimur prósentum kjósenda. Árið 2012 eru kosningabærir menn um 235 þúsund og því þurfa kjósendur að skila meðmælum um 0,6 prósent kjósenda. "Ég teldi vera skynsamlegt að auka fjölda meðmælenda miðað við ákveðinn hærri þröskuld til að gera það ekki jafn einfalt að bjóða sig fram. Við sjáum samt dæmi úr þessari baráttu að ekki tókst nú öllum þeim sem rætt var í byrjun að afla nægilegs fylgis," segir Björg. Hún telur að rétt væri að miða við að menn öfluðu stuðnings tveggja til þriggja prósent kjósenda til að geta boðið sig fram. Um þá staðreynd að nú voru þrír frambjóðendur sem náðu ekki þriggja prósenta fylgi segir Björg: „Það sýnir að hefði verið gerð krafa um fleiri meðmælendur er ólíklegt að þeir frambjóðendur hefðu getað safnað nægilegum meðmælandafjölda. Kosningabaráttan hefði þá orðið allt öðruvísi, þá hefðu orðið færri frambjóðendur og mögulega hver með meira fylgi á bak við sig og hefði kannski verið markvissari. En þetta sýnir að þröskuldurinn til að bjóða sig fram hér á Íslandi er mjög lágur og ekki líklegur til að endurspegla endilega mikið landfylgi á bak við frambjóðendur til forsetakjörs." Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur rétt að auka þann fjölda meðmælenda sem forsetaframbjóðendur þurfa að afla til að framboð telst löglegt. Niðurstöður kosninganna þar sem þrír frambjóðendur fengu samtals um fimm prósent atkvæða bendi til þessa að þröskuldurinn sé of lágur í dag. Fylgi forsetaframbjóðandanna var æði misjafn. Lokatölur sýna að þeir þrír frambjóðendur sem minnst höfðu fylgið voru:Herdís Þorgeirsdóttir með 2,6 prósenta fylgi, Andrea Ólafsdóttir 1,8 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með tæpt 1 prósent. Í stjórnarskrá Íslands frá 17. júní 1944 segir: „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna." Síðan þá hafa liðið 68 ár og fjöldi kjósenda ríflega þrefaldast er fjöldi meðmælanda sé enn hinn sami. Björg Thorarensen lagaprófessor við Háskóla Íslands telur að þetta hafi orðið til þess að þröskuldur til framboðs til forseta Íslands hafi lækkað. Bendir hún á að árið 1944 voru kosningarbærir menn um 74 þúsund því þurftu frambjóðendur að skila inn meðmælum frá um 2 tveimur prósentum kjósenda. Árið 2012 eru kosningabærir menn um 235 þúsund og því þurfa kjósendur að skila meðmælum um 0,6 prósent kjósenda. "Ég teldi vera skynsamlegt að auka fjölda meðmælenda miðað við ákveðinn hærri þröskuld til að gera það ekki jafn einfalt að bjóða sig fram. Við sjáum samt dæmi úr þessari baráttu að ekki tókst nú öllum þeim sem rætt var í byrjun að afla nægilegs fylgis," segir Björg. Hún telur að rétt væri að miða við að menn öfluðu stuðnings tveggja til þriggja prósent kjósenda til að geta boðið sig fram. Um þá staðreynd að nú voru þrír frambjóðendur sem náðu ekki þriggja prósenta fylgi segir Björg: „Það sýnir að hefði verið gerð krafa um fleiri meðmælendur er ólíklegt að þeir frambjóðendur hefðu getað safnað nægilegum meðmælandafjölda. Kosningabaráttan hefði þá orðið allt öðruvísi, þá hefðu orðið færri frambjóðendur og mögulega hver með meira fylgi á bak við sig og hefði kannski verið markvissari. En þetta sýnir að þröskuldurinn til að bjóða sig fram hér á Íslandi er mjög lágur og ekki líklegur til að endurspegla endilega mikið landfylgi á bak við frambjóðendur til forsetakjörs."
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira