Innlent

Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/pjetur
Þjóðvegi 1 í Öræfasveit verður lokað frá klukkan 19:00 í kvöld vegna væntanlegs ofsaveðurs. Búist er við öflugum vindhviðum á þessum slóðum í kvöld og nótt og hefur Lögreglan á Suðurlandi ákveðið að loka fyrir umferð bíla á þessum tíma. Vegurinn verður opnaður á ný þegar það verður metið óhætt.

Almannanefnd fjarða hefur biðlað til vegfarenda að vera ekki á ferðinni að óþörfu í kvöld, nótt og fyrramálið vegna veðurs. Einnig hefur verið biðlað til íbúa að passa upp á lausamuni í kringum hús sín. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar má gera ráð fyrir sterkum vindi frá Austurlandi og vestur að Hvolsvelli.


Tengdar fréttir

Stormur um mest allt land í nótt

Stormur, eða upp í 25 metra á sekúndu hefur verið um mest allt land í nótt , einkum á suðaustanverðu landinu, en verulega á að draga úr vindi í dag. Hiti eru um allt land og því hláka með tilheyrandi hálku og víðast flughálku, sem varað er við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×