Sport

Þjálfari Gunnars vill að hann berjist við Silva eða Maia í Vegas

Erick Silva og Gunnar.
Erick Silva og Gunnar. vísir/getty
Það bendir enn margt til þess að Gunnar Nelson keppi á risakvöldi UFC sem fram fer í Las Vegas í júlí.

Þjálfari Gunnars, Írinn John Kavanagh, lýsti því yfir á Twitter í gær að sem aðdáandi þá myndi hann vilja sjá Gunnar keppa við Erick Silva eða Demian Maia á bardagakvöldinu í Vegas.

Silva er þrítugur Brasilíumaður með mikla reynslu. Hann er búinn að berjast 24 sinnum. Silva hefur unnið 18 bardaga en tapað fjórum. Silva var í eldlínunni um nýliðna helgi þar sem hann kláraði andstæðing sinn, Josh Koscheck, í fyrstu lotu.

Maia er einnig Brasilíumaður en talsvert eldri eða 37 ára. Maia hefur barist 26 sinnum, unnið 20 bardaga og tapað 6. Hann var einnig að keppa um síðustu helgi og vann þá Ryan LaFlare sem er í 14. sæti UFC-styrkleikalistans. Sjálfur er Maia í 7. sæti.

Gunnar er sem stendur í 15. sæti á styrkleikalistanum í veltivigtinni. Hann hefur fallið um eitt sæti frá síðasta lista. Aðeins eru 15 á lista og Silva er ekki inn á listanum í dag.

Gunnar og Kavanagh léttir í æfingasal Kavanagh í Dublin.vísir/friðrik þór
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×