Fótbolti

Þjálfaraspjall í Kína: Íslenskur fótbolti í góðum málum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Menn hressir í Kína.
Menn hressir í Kína.
Þjálfarateymi íslenska landsliðsins settist niður með fjölmiðlafulltrúa KSÍ út í Kína og ræddur þeir um úrslitaleikinn við Síle sem fram fer í fyrramálið í Kínabikarnum. Einnig fóru þeir almennt yfir stöðuna á íslenskum fótbolta og hvernig hann hefði þróast í gegnum árin.

„Staðan á íslenskum fótbolta er bara mjög góð og það sem ég sé karlamegin er að það eru fleiri leikmenn sem koma til greina í landsliðið,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.

„Mér finnst þetta koma mjög vel í ljós einmitt í þessari ferð. Það eru svo margir spennandi leikmenn að banka á dyrnar að komast í þennan aðal hóp.“

Hann segir að Ísland sé núna á mjög góðum stað á styrkleikalista FIFA og það hjálpi liðinu.

„Menn geta aftur á móti nánast alltaf bætt sig og það er það sem allir leikmenn eiga alltaf að hafa til hliðsjónar,“ segir landsliðsþjálfarinn.

Hér að neðan má horfa á allt spjallið frá Kína. Úrslitaleikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 7:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×