Innlent

Þingmenn fimm flokka vilja láta skoða möguleika á lest til Keflavíkur

Vísir / Ernir
Hópur þingmanna, úr fimm flokkum, gerir núna fjórðu tilraunina til að fá ríkið til að kanna hagkvæmnina í því að hefja lestarsamgöngur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Þá vill hópurinn líka að léttlestarkerfi í Reykjavík verði skoðað.

Umræðan um lestarsamgöngur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar er ekki ný af nálinni.Vísir / Pjetur
Þingsályktunartillaga var lögð fram þess efnis í morgun en samskonar tillaga hefur verið lögð fram þrisvar áður, til að mynda í fyrra, án þess að vera útrædd. Þingmennirnir vilja að niðurstöður athugunarinnar liggi fyrir um mitt ár 2015.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en auk hennar skrifa Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Óttarr Proppé, Karl Garðarsson og Oddný G. Harðardóttir nafn sitt við tillöguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×