Innlent

Þingkonur Framsóknar taka undir með Prins Póló

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þingkonurnar tóku til máls undir dagskrárliðnum Störf þingsins í dag.
Þingkonurnar tóku til máls undir dagskrárliðnum Störf þingsins í dag.
Þær Þórunn Egilsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkonur Framsóknarflokksins, gerðu þriggja fasa rafmagn í dreifbýli að umræðuefni sínu undir liðnum Störf þingsins í dag.

Vísir greindi frá því í gær að Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, sem betur er þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, hefði sent þingmönnum bréf. Þar óskaði hann eftir upplýsingum um hvaða áætlun væri varðandi þriggja fasa rafmagn í dreifbíli á Austurlandi.

„Við komum hingað austur með nokkrar hugmyndir í farteskinu um að hefja hér matvælaframleiðslu en rekum okkur fljótlega á það að öll tæki sem við þurfum í slíka framleiðslu eru þriggja fasa tæki. Þetta var eitthvað sem við pældum ekki mikið í áður en við fluttum því þetta er svo sjálfsagður hlutur í Reykjavík, en við fórum sem sagt í það að breyta þeim tækjum sem við vorum komin með en það er gríðarlegur kostnaður sem fylgir því og óhemju tími sem það tekur,“ sagði Svavar Pétur í samtali við Vísi.

Svavar sagði jafnframt að rafmagn í dreifbýli á Austurlandi væri byggt upp í kringum suauðfjárbúskap og að mikilvægt sé að nútímavæða sveitina. Það þurfi jafnframt að bæta sjarskiptasamband á svæðinu.

Bæði Þórunn og Silja Dögg telja mikilvægt að bæta innviði. „Menn sitja alls ekki við sama borð hvað varðar aðgang að því sem mörg okkar telja sjálfsagða innviði,“ sagði Silja Dögg.

Þá sagði Þórunn að dreifikerfi raforkunnar og áframhaldandi uppbygging þess þarfnist verulegrar innspýtingar.

„Þrátt fyrir að allar heimtaugar séu tilbúnar fyrir þriggja fasa kerfi eru um 30% háspennukerfisins enn einfasa. Það er verulega hamlandi fyrir alla atvinnustarfsemi eins og dæmin sanna,“ sagði Þórunn. „Við eigum að setja markið hátt því að við getum það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×