Innlent

Þingaldur Vinstri grænna hæstur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon hefur langmestu þingreynsluna af nýjum þingmönnum.
Steingrímur J. Sigfússon hefur langmestu þingreynsluna af nýjum þingmönnum. MYND/VINSTRI GRÆN
Þingflokkur Vinstri grænna hefur hæsta meðaltalsþingaldurinn en þingmenn flokksins hafa að meðaltali setið níu þing.

Með þingaldri er átt við fjölda þinga sem þingmaður hefur setið. Það er venja að telja með þau þing sem þingmaður sat sem varamaður, jafnvel þó sú seta hafi varað í skamma stund.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fylgja í kjölfarið en þingmenn flokkanna hafa að meðaltali setið rúmlega 6,2 þing. Hjá Framsókn er Lilja Alfreðsdóttir eini nýi þingmaðurinn en sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa enga þingreynslu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er eini þingmaður Viðreisnar sem áður hefur setið á þingi. Sé þingaldri hennar dreift niður á flokkinn hafa þingmenn setið 2,5 þing að meðaltali. Sex þingmenn flokksins hafa aldrei tekið sæti á þingi.

Þingflokkar Bjartrar framtíðar og Pírata hafa lægstan þingaldur en hann er tvö þing hjá hvorum flokki um sig. Sjö þingmenn Pírata setjast á þing í fyrsta sinn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Yngsta þing frá því fyrir stríð

Meðalaldur nýkjörinna þingmanna er 46,8 ár. Það er yngsta Alþingi á lýðveldistíma. Leita þarf aftur til kosninganna 1934 til að finna yngra þing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×