Þenslumerki gera vart við sig Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sveinn Arnarsson skrifa 14. september 2015 07:00 Á næstu árum mun erlendu innfluttu vinnuafli fjölga hér á landi á meðan hópur Íslendinga erlendis stækkar verulega. vísir/vilhelm Vinnumálastofnun spáir enn frekari samdrætti í atvinnuleysi á næsta ári og að á ársgrundvelli verði atvinnuleysi um 2,7 prósentustig. Einnig spáir stofnunin áframhaldandi vexti í innflutningi vinnuafls til landsins sem og auknum brottflutningi Íslendinga. Hagvöxtur síðustu sex mánaða mældist 5,2 prósent. Atvinnuleysi minnkar hratt, verðbólga eykst og innflutningur erlends vinnuafls eykst einnig. Seðlabankinn hefur í tvígang á árinu hækkað stýrivexti og ríkisstjórnin áformar að lækka skatta og afnema tolla á sérvöru. Ýmsir fræðingar hafa bent á að þenslumerki í hagkerfinu ættu að vera öllum sýnileg. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur ríkissjóð ekki standa í þensluhvetjandi aðgerðum og bendir á að höfrungahlaupið á vinnumarkaði sé ekki til bóta. „Launþegahreyfingin er týndi hlekkurinn á vinnumarkaði. Ríkissjóður er ekki að vinna að mannaflsfrekum framkvæmdum í dag,“ segir Bjarni. Í nýjum gögnum Vinnumálastofnunar kemur fram að vænta megi meira framboðs starfa fyrir ófaglærða og iðnaðarmenn en sem nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði næstu ár. Það muni skila sér í auknum innflutningi erlends vinnuafls til landsins. Að sama skapi segir í gögnum Vinnumálastofnunar að vænta megi minna framboðs starfa fyrir háskólamenntaða næstu árin en nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði nú þegar. Menntunarstig Íslendinga sem komi út á vinnumarkaðinn hafi stóraukist síðustu áratugi. Því sé líklegt að fleiri háskólamenntaðir verði atvinnulausir á næstu árum, brottflutningur þeirra af landi brott verði tíðari og að í ríkara mæli muni háskólamenntaðir sinna vinnu sem ekki hæfir menntun þeirra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir stöðuna á vinnumarkaði varhugaverða og telur menn þurfa að skipta um kúrs í þeim efnum. „Hér blasir við sú hætta að á Íslandi flytjist inn vinnuafl í láglaunastörf í vaxtargreinum eins og ferðaþjónustu á meðan frá landinu flytjist menntaðir Íslendingar sem gætu búið til mikil verðmæti í þekkingargreinum,“ segir hann. Þó dregið hafi gríðarlega úr atvinnuleysi í öllum hópum frá hruni virðist atvinnuleysi háskólamenntaðra minnka hægar en annarra. Því hefur hlutfall háskólamenntaðra meðal atvinnulausra aukist jafnt og þétt síðustu árin.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherraValgarðÞórólfur Matthíasson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir margt benda til þenslumyndunar. „Það eru alls konar merki sem benda til þess að slakinn í efnahagslífinu sé búinn og farið er að ganga á hann,“ segir Þórólfur. Hann segir að þó sé ekki hægt að fullyrða að ástandið á vinnumarkaðnum sé orðið álíka og fyrir hrun. „Við búum enn við fjármagnshöft þannig að við höfum ekki sama innflæði fjármagns eins og við höfðum fyrir hrun. Að því leyti er ástandið ólíkt.“Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarHann segir að stjórnvöld verði að beita sér í meira mæli samhliða Seðlabankanum við að passa upp á að hér skapist ekki of mikil þensla. „Samtök atvinnulífsins hafa þegar bent á að óvarlegt er að fara út í þær skattalækkanir sem hafa verið boðaðar. Það þarf að samþætta fjármálapólitíkina og peningamálapólitíkina,“ segir Þórólfur og bendir á að það sé varhugavert að velta allri ábyrgð vegna þenslumyndunar yfir á Seðlabankann en það komi til með að valda vaxtahækkunum. „Og þeir [vextirnir] eru nú nógu háir fyrir af ýmsum ástæðum. Það væri æskilegra að beita fjárlögunum í meira mæli til að draga úr skattalækkunum og frestunum á framkvæmdum og þess háttar.“ Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Vinnumálastofnun spáir enn frekari samdrætti í atvinnuleysi á næsta ári og að á ársgrundvelli verði atvinnuleysi um 2,7 prósentustig. Einnig spáir stofnunin áframhaldandi vexti í innflutningi vinnuafls til landsins sem og auknum brottflutningi Íslendinga. Hagvöxtur síðustu sex mánaða mældist 5,2 prósent. Atvinnuleysi minnkar hratt, verðbólga eykst og innflutningur erlends vinnuafls eykst einnig. Seðlabankinn hefur í tvígang á árinu hækkað stýrivexti og ríkisstjórnin áformar að lækka skatta og afnema tolla á sérvöru. Ýmsir fræðingar hafa bent á að þenslumerki í hagkerfinu ættu að vera öllum sýnileg. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur ríkissjóð ekki standa í þensluhvetjandi aðgerðum og bendir á að höfrungahlaupið á vinnumarkaði sé ekki til bóta. „Launþegahreyfingin er týndi hlekkurinn á vinnumarkaði. Ríkissjóður er ekki að vinna að mannaflsfrekum framkvæmdum í dag,“ segir Bjarni. Í nýjum gögnum Vinnumálastofnunar kemur fram að vænta megi meira framboðs starfa fyrir ófaglærða og iðnaðarmenn en sem nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði næstu ár. Það muni skila sér í auknum innflutningi erlends vinnuafls til landsins. Að sama skapi segir í gögnum Vinnumálastofnunar að vænta megi minna framboðs starfa fyrir háskólamenntaða næstu árin en nemur fjölda þeirra á vinnumarkaði nú þegar. Menntunarstig Íslendinga sem komi út á vinnumarkaðinn hafi stóraukist síðustu áratugi. Því sé líklegt að fleiri háskólamenntaðir verði atvinnulausir á næstu árum, brottflutningur þeirra af landi brott verði tíðari og að í ríkara mæli muni háskólamenntaðir sinna vinnu sem ekki hæfir menntun þeirra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir stöðuna á vinnumarkaði varhugaverða og telur menn þurfa að skipta um kúrs í þeim efnum. „Hér blasir við sú hætta að á Íslandi flytjist inn vinnuafl í láglaunastörf í vaxtargreinum eins og ferðaþjónustu á meðan frá landinu flytjist menntaðir Íslendingar sem gætu búið til mikil verðmæti í þekkingargreinum,“ segir hann. Þó dregið hafi gríðarlega úr atvinnuleysi í öllum hópum frá hruni virðist atvinnuleysi háskólamenntaðra minnka hægar en annarra. Því hefur hlutfall háskólamenntaðra meðal atvinnulausra aukist jafnt og þétt síðustu árin.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherraValgarðÞórólfur Matthíasson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir margt benda til þenslumyndunar. „Það eru alls konar merki sem benda til þess að slakinn í efnahagslífinu sé búinn og farið er að ganga á hann,“ segir Þórólfur. Hann segir að þó sé ekki hægt að fullyrða að ástandið á vinnumarkaðnum sé orðið álíka og fyrir hrun. „Við búum enn við fjármagnshöft þannig að við höfum ekki sama innflæði fjármagns eins og við höfðum fyrir hrun. Að því leyti er ástandið ólíkt.“Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarHann segir að stjórnvöld verði að beita sér í meira mæli samhliða Seðlabankanum við að passa upp á að hér skapist ekki of mikil þensla. „Samtök atvinnulífsins hafa þegar bent á að óvarlegt er að fara út í þær skattalækkanir sem hafa verið boðaðar. Það þarf að samþætta fjármálapólitíkina og peningamálapólitíkina,“ segir Þórólfur og bendir á að það sé varhugavert að velta allri ábyrgð vegna þenslumyndunar yfir á Seðlabankann en það komi til með að valda vaxtahækkunum. „Og þeir [vextirnir] eru nú nógu háir fyrir af ýmsum ástæðum. Það væri æskilegra að beita fjárlögunum í meira mæli til að draga úr skattalækkunum og frestunum á framkvæmdum og þess háttar.“
Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira