Innlent

Þarf að auka öryggi á Geysissvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nauðsynlegt er að gera ábyrgðina á svæði Geysis skýrari. Mynd/ Vilhelm.
Nauðsynlegt er að gera ábyrgðina á svæði Geysis skýrari. Mynd/ Vilhelm.
„Maður á náttúrlega að passa þetta lítil börn. Það liggur alveg fyrir því að það er þarna hiti sem vellur upp úr allskonar holum," segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógarbyggðar. Geysir í Haukadal er í Bláskógarbyggð en þar slasaðist tveggja ára gömul telpa í gær þegar að hún datt í heitt vatn sem hafði fallið úr hvernum Strokki. Drífa segir að slys af þessu tagi séu sem betur fer sjaldgæf.

Drífa hefur að undanförnu unnið að því að reyna að koma málum tengdum Geysissvæðinu í betra horf. Hún hefur meðal annars verið í sambandi við Umhverfisstofnun. Drífa segir mikilvægt að setja upp skilti sem vari við hættunni af hverunum. Vinna þurfi að því að gera svæðið bæði öruggara og enn fallegra.

Ein af hindrununum sem Drífa stendur frammi fyrir í þeirri vinnu sinni er að ekkert eitt ráðuneyti ber ábyrgð á Geysissvæðinu. Þá er svæðið í eigu fjölmargra aðila. Ríkið á svæðið í kring en þarna er svæði sem er einnig í eigu einkaaðila. Drífa segir að það hafi lengi staðið til hjá ríkinu að gera samninga um svæðið en ekki hafi orðið úr því ennþá.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×