Innlent

Þakplötur fljúga í rokinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Færðin á Hellisheiði fyrr í kvöld.
Færðin á Hellisheiði fyrr í kvöld. Vísir/Kristófer Helgason
Björgunarfélag Árborgar hefur verið kallað út vegna óveðurs. Mikið rok er á Selfossi um þessar mundir og hafa þakplötur losnað af húsi. Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er talið að ein platan hafi fokið á bíl og skemmt hann.

Fljúgandi þakplötur geta valdið miklum skaða og skoða björgunarsveitir nú hvernig hægt sé að leysa málið án þess að setja mikinn mannskap í hættu.


Tengdar fréttir

Bílvelta í Biskupstungum

Hálka gerði ökumanni fólksbifreiðar á Biskupstungnabraut við Borg erfitt fyrir um klukkan hálf sjö í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×