Sport

Tenniskappinn slapp með sekt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Eins og fjallað var um í gær sló hinn sautján ára Denis Shapovalov tennisbolta af miklum mætti í andlit dómara í viðureign um helgina.

Shapovalov var að spila í Davis-bikarnum fyrir lið Kanada gegn Bretum. Um algert óviljaverk var að ræða en Shapovalov var að svekkja sig á töpuðu stigi og brást við með þessum hætti.

Alþjóðatennissambandið tilkynnti í gær að Shapovalov hefði verið sektaður um sjö þúsund dollara, jafnvirði tæpra 800 þúsund króna.

Hámarkssekt sem hægt er að beita er 12 þúsund dollara en Shapovalov slapp við leikbann. Tennissambandið sagði að frekari refsiaðgerðum yrði ekki beitt.

Dómarinn, Arnaud Gabas, var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en fékk ekki varanlega skaða á auga sínu.

„Mér líður hræðilega yfir því að hafa brugðist liðinu mínu, landinu mínu og hagað mér á þann máta sem ég tel afar óæskilegan,“ sagði Shapovalov.

Myndband af þessu má sjá á vef breska blaðsins The Guardian.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×