Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2014 19:30 Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“ Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira