Fótbolti

Tap í fyrsta leik Sverris Inga á Spáni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason lék sinn fyrsta leik fyrir Granada í dag.
Sverrir Ingi Ingason lék sinn fyrsta leik fyrir Granada í dag. Vísir/EPA
Sverrir Ingi Ingason varð í dag sjötti Íslendingurinn til að leika í efsta deild á Spáni er hann lék allan leikinn fyrir Granada sem tapaði 3-1 fyrir Espanyol á útivelli.

Jose Antonio Reyes kom Espanyol yfir strax á 11. mínútu og sjö mínútum síðar fékk Sverrir Ingi að líta gula spjaldið.

Andreas Pereira jafnaði metin fyrir Granada á 23. mínútu en níu mínútum síðar kom Pablo Piatti Espanyol aftur yfir og staðan í hálfleik 2-1.

Marc Navarro skoraði þriðja mark Espanyol á þriðju mínútu seinni hálfleiks og þar við sat.

Granada er í næst neðsta sæti deildarinnar með 10 stig í 19 leikjum. Espanyol er um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×