Formúla 1

Talstöðvabanni aflétt

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Christian Horner liðsstjóri Red Bull má nú tala meira við ökumenn sína.
Christian Horner liðsstjóri Red Bull má nú tala meira við ökumenn sína. Vísir/Getty
FIA og þróunarhópur Formúlu 1 hafa komist að niðurstöðu um að aflétta takmörkunum á samskiptum yfir talstöðvar.

Bannið olli usla síðustu helgi þegar reglurnar voru hertar. Ökumönnum var þá skylt að koma inn á þjónustusvæðið til að fá leiðbeiningar um hvernig koma ætti í veg fyrir vandamál sem komu upp.

Þróunarhópur Formúlu 1 tók ákvörðun um taka bannið úr gildi strax fyrir þýska kappaksturinn um komandi helgi.

Upprunalega var ætlunin að bannið myndi neyða ökumenn til að aka bíl sínum einir og óstuddir.

Jenson Button var refsað í Ungverjalandi fyrir leiðbeiningar sem liðið veitt honum eftir að McLaren bíll hans varð bremsulaus. Button var allt annað en sáttur með þá refsingu. Líklega hefur sú ákvörðun verið dropinn sem fyllti fáránleikamælinn.

Sjá einnig: Bremsulaus Button óhultur.

Yfirlýsing sem gefin var út eftir fundinn

„Að beiðni liðanna og eigenda sýningarréttar af Formúlu 1 hefur FIA samþykkt að beita frjálslegri túlkun á reglu 27.1 (að ökumaður verði að aka bílnum einn og óstuddur).“

„Með þeirri undantekningu að á milli þess sem upphitunarhringurinn hefst og þangað til keppnin hefst, verða engar takmarkanir á skilaboðum liðanna til ökumanna hvorki í gegnum talstöð eða með skilti á þjónustusvæðinu.“

„Þessari nálgun er ætlað að auka spennu keppnanna fyrir aðdáendur og áhorfendur, eins er liðunum nú skylt að veita rétthafa sýningarréttarins fullan aðgang að talstöðvasamskiptum á meðan bíll þeirra er ekki inn í bílskúr liðsins.“

Áhorfendur heima í stofu mega því vænta þess að heyra talsvert meira af samskiptum liða og ökumanna í keppnum framtíðarinnar.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Margt um keppnina í Ungverjalandi

Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn sem fram fór um helgina. Hann leiðir nú heimsmeistaramótið með sex stigum. Bílskúrnum er uppgjör hvers kappaksturs.

Hamilton: Ræsingin var lykillinn að þessu

Lewis Hamilton er nú sá sigursælasti í ungverska kappakstrinum frá upphafi. Hann er sá eini sem hefur unnið þar fimm sinnum. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×