Innlent

Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB

Samtals eru 53.8 prósent á móti inngöngu á meðan 27.5 prósent eru hlynnt henni.
Samtals eru 53.8 prósent á móti inngöngu á meðan 27.5 prósent eru hlynnt henni.
Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Samtals eru 53.8 prósent á móti inngöngu á meðan 27.5 prósent eru hlynnt henni. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var fyrir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Meirihluti Samfylkingarinnar er hlynntur inngöngu í ESB á meðan meirihluti kjósenda Framsóknarflokksins, Samstöðu, Sjálfstæðisflokksins og VG er andvígur því að gengið verði í Evrópusambandið.

Spurt vart: Ertu fylgjandi eða mótfallinn því að Ísland gangi í Evrópusambandið?

Úrtak könnunarinnar var 1.900 manns og var svarhlutfallið 67%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×