Tækniaðstoð bjargar lífum Þórir Guðmundsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun