Forsetakjör

Fréttamynd

Lítilsvirða mótframbjóðendur

Ingibergur Sigurðsson, kosningastjóri Ástþórs Magnússonar, telur að Leiklistarsamband Íslands lítilsvirði mótframbjóðendur Ólafs Ragnars Grímssonar með því að bjóða þeim ekki á leiklistarverðlaunin Grímuna í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ólafur Ragnar afhendir þar heiðursverðlaun hátíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ólík kosningabarátta

Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór hótar RÚV uppákomum

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hótar fréttastofu Ríkissjónvarpsins uppákomum og leiðindum fjalli hún ekki um framboð hans með þeim hætti sem Ástþór telur samrýmast skyldum íslenskra ríkismiðla. Vísar Ástþór þar meðal annars í yfirlýsingu stjórnvalda sem send var Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór vill fresta kosningum

Ástþór Magnússon hefur kært Ríkisútvarpið til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir "grófa ritskoðun og alvarlegt brot" á þeim reglum sem séu við lýði. Vísar Ástþór í viðtal sem Kastljós tók við þýska fræðimanninn Dietrich Fischer í maí og sendi út í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur með mesta fylgi

Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi.

Innlent