Innlent

Ástþór vill fresta kosningum

Ástþór Magnússon hefur kært Ríkisútvarpið til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir "grófa ritskoðun og alvarlegt brot" á þeim reglum sem séu við lýði. Vísar Ástþór í viðtal sem Kastljós tók við þýska fræðimanninn Dietrich Fischer í maí og sendi út í fyrrakvöld. Að mati Ástþórs voru veigamestu atriðin í málflutningi Fischer klippt út úr þættinum, meðal annars þar sem hann lýsti hvers vegna Ástþór ætti að gegna embætti forseta. Ástþór segir að framganga íslenskra fjölmiðla sé að grafa undan lýðræðislegri umræðu og að komandi forsetakosningar verði helst í ætt við það sem gerist í alræmdum einræðisríkjum. Hann fer fram á það við stjórnvöld að forsetakosningunum verði frestað um óákveðinn tíma eða "þangað til hægt er að halda lýðræðislegar kosningar og gefa fjölmiðlamönnum kost á að setjast á skólastól svo þeir læri almennileg vinnubrögð". Ástþór kveðst hafa lítil viðbrögð fengið frá ÖSE, en hann hafði fyrst samband við stofnunina í mars vegna meintrar hlutdrægni fjölmiðla.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×