Bólusetningar

Fréttamynd

Gandálfur bólusettur gegn Covid-19

Stórleikarinn Ian Mckellen hefur verið bólusettur við Covid-19 og segist alsæll með það. McKellen, sem er 81 árs, var bólusettur á Queen Mary's University Hospital í Lundúnum.

Lífið
Fréttamynd

Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi

Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð.

Innlent
Fréttamynd

Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið

Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum.

Erlent
Fréttamynd

Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót

Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað

Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks

Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns.

Innlent
Fréttamynd

Kári „skít­hræddur“ um eina bylgju í við­bót áður en bólu­efni kemur

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að sér lítist prýðilega á þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og koma til með að gilda til 12. janúar næstkomandi. Hann segir þó að hann hefði viljað halda aðgerðum óbreyttum og kveðst hræddur um að ein bylgja kórónuveirufaraldursins til viðbótar muni ríða yfir áður en bólusetning hefst hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt

Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%.

Erlent
Fréttamynd

92% Íslendinga ætla í bólusetningu

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu.

Innlent