Stangveiði

Fréttamynd

Stórlax úr Víðidalnum

Við sögðum frá 101 cm laxi sem veiddist í Víðidalnum fyrir helgi og okkur bárust þessar myndir um helgina. Það er stórlaxaveiðimaðurinn Helgi Guðbrandsson sem brosir sínu blíðasta fyrir okkur með laxinum á þessum myndum.

Veiði
Fréttamynd

Góð veiði í vötnunum

Vatnaveiðin er á fullu þessa dagana og margir að gera fína veiði. Af vefnum hjá Veiðikortinu eru fréttir af mönnum sem hafa verið að gera fína veiði í Úlfljótsvatni og í Þingvallavatni.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin að glæðast í Soginu

Veiðin í Soginu hefur farið hægt af stað, en nú berast þær fréttir að laxinn sé mættur. Veiðimenn í Ásgarði tóku tvo laxa á sunnudag við Frúarstein og í gær landaði slyngur veiðimaður þremur löxum af Ystunöf.

Veiði
Fréttamynd

Styttist í opnun Setbergsár

Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt.

Veiði
Fréttamynd

Norðurá komin í 400 laxa

Það hefur mikið breyst við Norðurá undanfarna tvo daga. Veiðin hefur tekið mikinn kipp í kjölfarið á fyrstu alvöru laxagöngum sumarsins.

Veiði
Fréttamynd

Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra

Föstudaginn 17. júní hófst veiði í Veiðivötnum en opnunin er ein sú rólegasta í nokkur ár. Það munar mestu um færri veidda fiska úr Litla Sjó en núna komu á land 1621 fiskur en 2735 í fyrra. Á engum mælikvarða er þetta slök veiði, bara minna en árið áður.

Veiði
Fréttamynd

Flott opnun í Breiðdalsá

Breiðdalsá opnaði með stæl eftir hádegi í dag er veiði hófst í ánni. Sett var í 10 laxa á vaktinni en 6 náðust á land og voru þeir af stærðinni 7-12 pund.

Veiði
Fréttamynd

Tungufljót í Biskupstungum opnað í morgun

Tungufljót opnaði í morgun og er bara bísna líflegt uppfrá, menn eru aðalega að setja í fisk og missa en það er mjög hvast og leiðindaveður þessa stundina. Félagarnir voru búnir að missa 5 laxa það sem af er að degi 2 í Faxa, 2 á fossbrotinu og 1 lax austan megin í Gljúfrinu. það verður spennandi að heyra í mönnum eftir seinni vaktina í dag hvort menn geti ekki látið laxinn tolla á stönginni.

Veiði
Fréttamynd

Svartá opnaði í morgun, komnir tveir á land.

Við heyrðum í félögunum sem eru í Svartá í A-hún, en Svartá opnaði í morgun og náðu félagarnir 1 laxi fyrir framan veiðihúsið og mistu tvo í Ármótahyl á fyrstu vakt. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur næstu daga en það er greinilega eitthvað af laxi í Ármótahyl.

Veiði
Fréttamynd

Ágætis gangur í Ytri Rangá

Við heyrðum í Matthíasi veiðiverði í Ytri Rangá í morgun og sagði hann vera stígandi í veiðinni þessa dagana. Frá opnunardeginum hafa verið að koma 2-3 laxar á dag en í gær tók veiðin kipp og alls veiddust 9 laxar í gær, margir misstir og sáu menn töluvert af fiski. þess má geta að flestir laxanna voru lúsugir. Það er stórstreymi næstu daga og er þá hægt að gera ráð fyrir því að það muni koma töluvert af laxi næstu daga.

Veiði
Fréttamynd

94 sm hængur úr Laxá í Kjós

Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur.

Veiði
Fréttamynd

Stærsti lax sumarsins 25 pund úr Vatnsdalsá

Þá er fyrsta tröllið komið á land í sumar. Laxinn mældist 104 sm og 12.5 kíló. Það var Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður sem tók laxinn í Hnausa á fluguna Blue Belly númer 16. Hnausastrengur er frægur fyrir sína stórlaxa og það er klárt mál að þetta verður ekki eini laxinn í þessum stærðarflokki sem kemur upp úr þeim veiðistað í sumar en spurning hvort hann verður sá stærsti.

Veiði
Fréttamynd

Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá

Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið:

Veiði
Fréttamynd

9 laxar á land í Hítará

Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum.

Veiði
Fréttamynd

Veiði hafinn í Laxá í Dölum

Veiði hófst í Laxá í Dölum í gærdag. Í morgun kom svo fyrsti laxinn á land, tíu punda hrygna úr Brúarstreng. Mjög fínt vatn er í ánni en kalt líkt og víða.

Veiði
Fréttamynd

Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá

Fyrsti laxinn kom úr Andakílsá í gær samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum. Var þar á ferðinni 82 cm hrygna sem veiddist um miðbik árinnar.

Veiði
Fréttamynd

Veiðisaga úr Blöndu

Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Blanda 1 að detta í 200 laxa, það telst svosem ekki neitt júnímet en er í góðu meðallagi. Eins og fyrri daginn er talsvert um að stórir fiskar séu að rétta upp króka og láta sig hverfa.

Veiði
Fréttamynd

Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á

Svæði 1 í Blöndu er að nálgast 200 laxana, voru komnir 191 á land í gær og e-ð bæst við síðan þá. Af svæði 3 er búið að skrá einhverja laxa en af svæðum 2 og 4 eru litlar fréttir. Líkast til hefur verið talsvert hark þar í kulda og leiðinda veðri.

Veiði
Fréttamynd

Engin lax gengin í Leirvogsá?

Svo virðist sem að lax sé ekki genginn í Leirvogsá. Í það minnsta hefur enginn slíkur verið færður til bókar fyrstu þrjá daga tímabilisins.

Veiði
Fréttamynd

Góður gangur í Elliðaánum

Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní.

Veiði
Fréttamynd

Laxinn mættur í Stóru Laxá

Freyr H. Guðmundsson skyggndi Klaufina á svæði 4 í Stóru Laxá núna í gær og sá a.m.k. tvo laxa sem báðir voru 2ja ára. Laxinn er því greinilega mættur í Stóru og má búast við skemmtilegri opnun þar á morgun.

Veiði
Fréttamynd

Metopnun í Selá

Selá opnaði í morgun og var metveiði miðað við fyrri opnanir, alls veiddust tuttugu laxar í ánni í dag og muna menn ekki annað eins!

Veiði
Fréttamynd

Flott opnun í Víðidalsá

Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum.

Veiði
Fréttamynd

Mögnuð veiði í Litluá í Keldum

Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá endaði í 10 löxum á opnunardaginn

Ytri Rangá opnaði í gær og komu 10 laxar á land víðsvegar um ána. Ægissíðufoss (ásamt Klöpp) var að venju sterkur og einnig Djúpós en þrír laxar komu upp af Rngárflúðunum og við munum hreinlega ekki eftir því að svo margir laxar hafi veiðst fyrir ofan foss í opnun.

Veiði
Fréttamynd

Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum

Stórveiðikonan Hekla Sólveig Gísladóttir veiddi í gær, föstudag, stærsta laxinn sem fengist hefur í Elliðaánum í sumar. Hekla er 14 ára gömul og strax orðin vön veiðikona og hefur komið í Elliðaárnar áður og þekkir því nokkuð til.

Veiði
Fréttamynd

Laxveiðinámskeið Veiðiheims í Elliðaánum.

Næstkomandi fimmtudag þann 30. júní fer fram laxveiðinámskeið í Elliðaánum. Farið verður yfir lífsferil laxa, veiðistaðalestur, allar helstu flugurnar, veiðiplanið og meðhöndlun á fiski. Einnig verður farið ítarlega yfir alla helstu veiðistaðina í Elliðaánum, bæði í myndum sem og gengið verður með neðri part ánna. Að loknum veiðistaðalestri verður svo farið í fluguköstin.

Veiði