Airwaves

Fréttamynd

Vill breyta mjög ljótri lífsreynslu í eitthvað fallegt

Tónlistarkonan neonme heitir réttu nafni Salka Valsdóttir og hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Það er stór dagur í dag hjá neonme, sem var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið If I remember sem hún frumsýnir hér á Lífinu á Vísi. Hún mun jafnframt spila sitt fyrsta sóló gigg í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

„Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“

Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn.

Tónlist
Fréttamynd

Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið

KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK.

Tónlist
Fréttamynd

Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim

Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist

Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

Tónlist
Fréttamynd

Hópur fólks hvatt lista­fólk til að spila ekki á Airwa­ves

Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. 

Innlent
Fréttamynd

Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár

Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Röyksopp á Airwaves 2022

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram með pomp og prakt 3. - 5. nóvember næstkomandi. Fjölbreytt tónlistaratriði koma fram í ár en hátíðin tilkynnti rétt í þessu 23 atriði til viðbótar við dagskrána.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwaves frestað til ársins 2022

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. 

Innlent
Fréttamynd

Fólkið á Airwa­ves: Feðgin á flakki

Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwa­ves: Upp­lifun há­tíðarinnar felst í því að ramba á nýja tón­list

"Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwa­ves: Skemmti­legast að upp­götva nýja tón­listar­menn

Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins.

Lífið