Erla Björg Gunnarsdóttir

Fréttamynd

Boltakvóti

Ég fór í brennó með stórum barnahópi um daginn. Þetta voru strákar og stelpur á öllum aldri. Strákarnir voru fullir sjálfsöryggis og snöggir að ná boltanum. Fóru í kapp við eigin liðsmenn og hrifsuðu boltann nánast úr höndum þeirra.

Bakþankar
Fréttamynd

Smákarlaremba

Fjögurra ára sonur minn elst upp á tveimur heimilum. Annars vegar hjá föður sem eldar og skúrar. Hins vegar hjá móður sem borar og blótar.

Bakþankar
Fréttamynd

Tilfinningabyltingin

Ég hef ekki orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En frá því að ég var lítil smástelpa hefur mér verið treyst fyrir leyndarmálunum. Þeim hefur verið hvíslað í eyrun mín. Í skólaferðalagi. Á trúnaðarstundu sem færist yfir eftir svefngalsa í sleepover. Yfir kakóbolla og ristuðu brauði. Við eldhúsborðið. Í leigubíl. Á Kaffibarnum. Þetta eru heilög leyndarmál. Ekki segja neinum. Aldrei. Usssss...

Bakþankar
Fréttamynd

Breiðholtið í stelpunni

Á Twitter-síðu Stjörnunnar var verið að grínast með að setja vopnaleitarhlið á völlinn vegna komu Breiðholtsliðsins Leiknis til Garðabæjar um helgina. Ekkert sérlega fyndið en fékk mig til að hugsa um ræturnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Leikreglur handa útvöldum

Talið er að karlar nái frekar á toppinn því þeir eru metnaðargjarnari, grófari og sjálfsöruggari en konur. Konum skrikar fótur í metorðastiganum því þær eru tilfinningaríkar, þakklátar og viðkvæmar.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað ungur nemur gamall semur

Það voru örugglega einhverjir foreldrar sem svitnuðu þegar barnið þeirra dró upp málsháttinn úr páskaegginu og vildi fá góða skýringu á skilaboðunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Arfur dætra okkar

Dóttir mín er komin með hælana þar sem ég hef tærnar. Tilhugsunin um að hún og hennar kynslóð taki við arfi frá minni kynslóð og komist lengra í átt að kynjajafnrétti, mögulega á leiðarenda, er ansi góð.

Bakþankar
Fréttamynd

Subway-bræði(ngur)

Ég var því orðin nokkuð roggin með mig þar sem ég stóð við búðarborðið eins og menntskælingur að rúlla upp hraðaspurningum í Gettu betur. Takturinn fullkominn. Hrynjandin fögur. Svörin botnuðu spurningarnar fullkomlega.

Bakþankar
Fréttamynd

Hin hlandgullnu ár

Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það?

Bakþankar
Fréttamynd

Átakanleg átök

Auðvitað stóð ég tárvot á gamlárskvöld og lofaði sjálfri mér bót og betrun. Betri umgengni við líkama og sál. Elska sjálfa mig svakalega mikið. Þetta er ekki flókið. Sofa meira. Taka vítamín. Lesa meira. Hreyfa mig. Vera bein í baki og gera grindarbotnsæfingar á hverjum degi. Beisik!

Bakþankar
Fréttamynd

Unglingajólin 2014

Eftir að hafa lesið hálfa bók, borðað konfektkassa í morgunmat og misst reglulega meðvitund umvafin dúnsæng í ullarsokkum hékk ég í símanum í marga klukkutíma.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólastormur

Jólin koma þrátt fyrir að ryðgað og líklega ónýtt gasgrill sé nú farið að sóma sér vel í einu horninu í stofunni því ég nenni ekki að burðast með það inn og út á svalir eftir duttlungum veðursins.

Bakþankar
Fréttamynd

Hópefli á aðventunni

Í fyrsta skipti í afar langan tíma fylgdist ég með fréttum á sunnudaginn án þess að verða meinhæðin, fyllast gremju eða missa trú á mannkyninu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kvöldmatarkvíði

Fyrir svona tíu árum þegar eðlilegt fólk keypti 1944, Betty Crocker og djúpfrystan mat vafðist þetta ekkert fyrir mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Heil eilífð í helvíti

Ég hef örugglega ekki verið deginum eldri en ellefu ára þegar bekkjarpartíin hættu að snúast um skotbolta, stólaleik og lakkrísrör.

Bakþankar
Fréttamynd

Sveitaþrælasæla

Þegar ég var lítil fór ég alltaf í sveitina til pabba á sumrin. Þar lærði ég að harka af mér.

Bakþankar