Alþingi

Fréttamynd

Heimilis­leysi blasir við ör­yrkjum

Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Vill hinn al­menna launamann á þing

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja hinn almenna launamann á þing. Hún segist telja það mikilvægt að framboðslistar flokksins endurspegli breyttan flokk.

Innlent
Fréttamynd

„Nú­tíminn er trunta“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki hrifinn af ýmis konar nútímavæðingu í arkítektúr og innanhússhönnun. Nú eru það nýr hurðarhúnn á Alþingi sem fær sinn skerf af gagnrýni frá þessum reynda þingmanni. 

Lífið
Fréttamynd

Án varna, ekkert frelsi

Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk

Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn aldrei með minna fylgi

Vinstri græn mælast með 4,4 prósent fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi flokksins hefur aldrei mælst minna í könnunum Gallup. Þá dregst stuðningur við ríkisstjórnina saman. 

Innlent
Fréttamynd

Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna á­standsins í Íran

Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Björk varar við frum­varpi um sjókvíeldi

Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­bæri­leg létt­úð VG

Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er.

Skoðun
Fréttamynd

Að hafa á­hrif á nærumhverfi sitt

Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra.

Skoðun
Fréttamynd

Svik við þjóðina

Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp.

Skoðun
Fréttamynd

„Á­kveðnar efa­semdir um á­kveðna þætti“

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Heyrt kjafta­sögurnar um eldri mennina sem stýri henni

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti.

Lífið
Fréttamynd

Árangur gegn verð­bólgu

Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunn Ó­lína segir land­ráða­mál í upp­siglingu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn stað­festir sig sem þriðji stærsti flokkurinn

Samfylkingin nýtur mesta fylgis flokka á Alþingi og er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins fjórtánda mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðflokkurinn er að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Vel­komin í Verbúðina II

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi sama hvað

Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni?

Skoðun
Fréttamynd

Vonast til að af­greiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögu­legt er

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum.

Innlent