Skroll-Íþróttir

Fréttamynd

Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander er að spila þjáður

Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Þetta er í okkar höndum

Arnór Atlason og félagar í íslenska landsliðinu eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir tap gegn Þjóðverjum og Arnór segir gott að hafa stöðuna enn í eigin höndum.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri: Að duga eða drepast

Snorri Steinn Guðjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, eyddi ekki of miklum tíma í að velta sér upp úr tapinu gegn Þjóðverjum enda mikilvægur leikur fram undan.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni: Spánverjar eru með rosalegan línumann

„Spánverjarnir eru með rosalegan línumann sem þeir leita mikið að og þeir vinna mikið tveir og tveir með þessum línumanni. Það verður svakaleg barátta – kannski svipað og á móti Norðmönnum,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport.

Handbolti
Fréttamynd

Kári lofar að rífa upp stemninguna

Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er sjálfskipaður skemmtanastjóri landsliðsins. Það reyndi virkilega á hann í dag að rífa félaga sína upp eftir tapið gegn Þjóðverjum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur kvartaði yfir dómurunum

Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag.

Handbolti
Fréttamynd

Samantekt úr HM þætti Þorsteins J eftir Þýskalandsleikinn

„Við skorum ekki í tíu mínútu í seinni hálfleik og það er of mikið gegn sterku liði Þjóðverja,“ sagði Logi Geirsson í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport í gær eftir 27-24 tap Íslands gegn Þýskalandi. Ísland er í þriðja sæti milliriðils 1 með 4 stig en Frakkar eru efstir með 5 og Spánverjar eru með 5 stig. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: „Fyrir mig persónulega var þetta sorglegt“

„Við ætluðum okkur eitthvað allt annað. Við komust aldrei inn í leikinn fyrr en í síðari hálfleik en þeir náðu alltaf tveggja til þriggja marka forskoti,“ sagði Sverre Jakobsson varnarsérfræðingur íslenska landsliðsins eftir 27-24 tap liðsins gegn Þjóðverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Sverre eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Heinevetter: „Þetta var sæt hefnd“

Silvio Heinevetter markvörður þýska landsliðsins í handbolta var ánægður með 27-24 sigur Þjóðverja gegn Íslendingum í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Heinevetter eftir leikinn og viðtalið má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Vorum ekki nógu góðir

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sagði eftir leikinn í kvöld að íslenska landsliðið hefði einfaldlega ekki verið nógu gott að þessu sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Það er enn rokk og ról í þessu

Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld á HM í handbolta gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum í milliriðli 1 sem fram fer í Jönköping. Í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport var farið yfir gang mála í leiknum og í myndbandinu má sjá brot af því besta – skreytt með góðri tónlist. Það er enn rokk og ról í þessu þrátt fyrir smá mótvind. Næsti leikur og allt það – áfram Ísland.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander: Erum ekki vélmenni

Það verður ekki sakast við Alexander Petersson vegna tapsins í kvöld en hann var einn fárra íslenskra leikmanna í kvöld sem átti virkilega góðan leik.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Stemningin að magnast í Jönköping - myndasyrpa

Áhorfendur eru farnir að streyma í keppnishöllina í Jönköping þar sem að keppni í milliriðli á HM í handbolta hefst í dag. Íslendingar leika gegn Þjóðverjum kl. 17.30 og Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is tók þessar myndir fyrir utan höllina í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Bitter: Guðjón Valur er einn sá besti í heimi

„Við verðum að gera betur en í leikjunum á Íslandi á dögunum,“ segir Johannes Bitter markvörður Þjóðverja í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport. Bitter og félagar eru án stiga í milliriðlinu og leika gegn Íslendingum í dag kl. 17.30.

Handbolti
Fréttamynd

Bjöggi og Hreiðar kveiktu á kertum

Markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson voru sáttir með nýja hótelið í Jönköping og eru tilbúnir fyrir slaginn gegn Þýskalandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Diddi og Kári eru Ajax-mennirnir

Þeir Ingimundur Ingimundarson og Kári Kristján Kristjánsson eru herbergisfélagar hjá landsliðinu. Þar er eflaust mikið sprellað enda báðir afar léttir á því.

Handbolti
Fréttamynd

Megum ekki fara fram úr okkur

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfara­teymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best.

Handbolti
Fréttamynd

Ege: Alltaf erfitt að sætta sig við tap

„Það er alltaf erfitt að sætta sig við tap en í dag töpuðum við fyrir betra liði,“ sagði hinn þaulreyndi markvörður Noregs, Steinar Ege, eftir 29-22 sigur Íslendinga gegn Noregi í gær á HM í handbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Ege í gær.

Handbolti