Óli Kr. Ármannsson

Fréttamynd

Furðuvendingar í Evrópumálum

Nú hafa þau tíðindi orðið að þingflokkar bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa samþykkt að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu og þingsályktunartillaga þess efnis hefur þegar verið lögð fram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ranghalar í umræðu um Evrópusambandið

Í gær kom fyrir manna sjónir nýjasta innleggið í umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu, skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir ríkisstjórnina. Líkt og við var að búast halda menn sig við þekktar skotgrafir og orðhengilshátt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vit eða strit?

Hér á landi verður pólitísk umræða illa slitin frá umræðu um efnahagsmál. Einna hæst ber umræðu um verðbólgu, verðtryggingu og framtíðarskipan gjaldeyrismála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glötuð tækifæri

Í næsta mánuði verður á Viðskiptaþingi 2014 fjallað um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi. Þingið er árviss viðburður þar sem saman kemur rjómi íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs. Fastir liðir eru að formaður Viðskiptaráðs og forsætisráðherra landsins haldi ræður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuggi yfir fjöreggi

Engum blandast hugur um mikilvægi lífeyrissjóðakerfis landsmanna. Í opinberri umræðu hefur því enda verið hampað og nefnt sem dæmi um sérstakan styrk íslensks efnahagslífs. Lífeyrissjóðakerfið væri "olíusjóður“ okkar Íslendinga. Pottur er þó brotinn í kerfinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað má vitleysan kosta?

Nýverið var upplýst að Ísland hefði fallið um þrjú sæti í árvissri mælingu á samkeppnishæfni þjóða. Skortur á framtíðarstefnu í gjaldeyrismálum þjóðarinnar til lengri tíma hjá þeirri ríkisstjórn sem nú hefur tekið við er tæpast til þess fallinn að auka fólki bjartsýni um að í vændum sé betri tíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Huga verður að grunninum

Eftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verðmiða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuggi er yfir brotthvarfi páfa

Benedikt sextándi páfi kom um helgina í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist láta af embætti fyrir aldurssakir. Hann er á 86. aldursári. Tugþúsundir hlýddu á hann á Péturstorginu í Róm.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað gerist næst?

Skrifað hefur verið undir uppfærðan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga og Landspítalans. Í gær var samningurinn kynntur hjúkrunarfræðingum. Í dag kemur svo í ljós hversu margir hjúkrunarfræðingar af þeim þrjú hundruð sem sagt höfðu upp störfum við spítalann draga uppsagnir sínar til baka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fram úr vonum

Á rétt rúmum hundrað árum hefur hæð hæstu trjáa hér á landi þrefaldast og gott betur. Fram kemur í umfjöllun blaðsins í gær að um aldamótin 1900 hafi hæsta tré landsins verið rúmir átta metrar að hæð. Núna er fjöldi trjáa yfir 20 metrum og það hæsta um 25 metra hátt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meinlokur

Stundum er það svo að hugmyndir og jafnvel ranghugmyndir skjóta svo föstum rótum í hugum fólks að engar fortölur duga til að því snúist hugur. Er þá stundum vaðið áfram með arfavitlausar hugmyndir og þær látnar verða að veruleika, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða, og sama hversu mikið hagkvæmari og betri aðrar leiðir kynnu annars að vera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sérmerkjum líka landnemavörur

Fagna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem framleiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í Austur-Jerúsalem.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krónan styrkist

Eftir hrun hefur margt unnist í endurreisn hér á landi. Ekki er þó laust við að sumum merkjum um bættan efnahag fylgi blendnar tilfinningar. Þannig hefur krónan styrkst mjög síðustu daga og er það að sjálfsögðu vel, svo fremi sú styrking skili sér í lægra vöruverði. Þess sjást þó ekki enn merki og er þá sama hvort horft er til nauðsynjavöru, neysluvarnings eða eldsneytisverðs. En þá er í öllu falli örlítið hagkvæmara að fara til útlanda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ef ekki tölvan þá eitthvað annað

Netfíkn barna er sögð vaxandi vandamál. Þannig greindi Fréttablaðið frá því í byrjun vikunnar að stór hópur 14 til 18 ára drengja í meðferð á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) glímdi við netfíkn. Í alvarlegustu tilvikum hefðu börn verið lögð inn á spítala vegna þess að þau væru beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni sem fylgdi því að geta ekki slitið sig frá tölvunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurmeta þarf forvarnastefnuna

Nýjustu tölur um framleiðslu fíkniefna hér á landi gefa tilefni til vangaveltna um hvort ekki mætti eitthvað betur fara í hvernig hér er staðið að forvörnum og er þar áfengisstefnan ekki undanskilin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meiri hagsmunir víkja fyrir minni

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fallið skuli frá áætlunum um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra og með því fallist á sjónarmið samtaka sveitarfélaga þar. Breytt lega hringvegarins hefði falið í sér að ekki væri farið í gegn um Blönduós og Varmahlíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað er að baki upphrópunum?

Stjórnmálaumræða hér á landi virðist á stundum hverfast um hvert furðuupphlaupið á fætur öðru. Nú síðast er ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um meðgöngu í málsókn ESA á hendur þjóðinni vegna meints brots á EES-samningnum í tengslum við Icesave.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrúgandi leiðindi

Stundum finnst manni eins og í fréttum komi vart annað en afturgöngur gamalla frétta og umræðu. Nú síðast í vikulokin gerðist það með dómi Hæstaréttar þar sem afturvirkir endurreiknaðir vextir á gjaldeyrislán voru sagðir ólöglegir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Huga þarf að færum leiðum

Skuldavandi heimila á að stórum hluta rót sína í því furðulega kerfi sem landsmenn hafa hér sætt sig við að verðtryggja íbúðarlán. Eiginlega er alveg sama hvaða óáran gengur yfir í heiminum eða hér heima, skuldir almennings hækka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Deilt um áhættu

Gömul saga og ný er að stjórnmálamenn sjást ekki alltaf fyrir í áhuga sínum á að vinna verkefnum í heimabyggð gagn. Raunar mætti halda því fram að áherslur stjórnmálamanna í vegamálum vegi þungt sem röksemd með því að gera landið allt að einu kjördæmi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stöðugleika beðið

Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Beitt gagnrýni kallar á svör

Rétt tæpar þrjár vikur eru síðan Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, setti opinberlega fram harða gagnrýni á sjónarmið þau sem virðast ráða för í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Í gagnrýni sinni átelur Páll stjórnvöld fyrir óþarfa svartsýni í væntingum sínum um gengi krónunnar utan hafta, hér séu allar forsendur fyrir því að krónan gæti styrkst fremur en veikst. Þá bendir hann á að í áætluninni um afnám haftanna sem kynnt var sé helst lagt til grundvallar væntingum um gengi krónunnar utan hafta gengi svonefndrar aflandskrónu. Hún gæti þó aldrei talist mælikvarði í þessum efnum, gjaldeyrishöftin viðhaldi lágu gengi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverjir eru bestir?

Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gera þarf betur

Hér hafa hlutir þokast til betri vegar í málefnum flóttafólks. Helst er þar hægt að líta til dæma fólks sem hingað hefur komið fyrir tilstuðlan samstarfs ríkisins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um hverja er njósnað?

Snemma í janúar krafðist bandaríska dómsmálaráðuneytið þess að fá gögn samskiptavefsins Twitter um Birgittu Jónsdóttur þingkonu Hreyfingarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðtrygging víki á undan höftum

Hversu margir vilja veðja á að gengi krónunnar veikist ekki þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt, áhrif verði lítil á verðlag og lán hækki ekki í kjölfarið vegna verðtryggingar þeirra? Líklegt er að í hópi þeirra sem skulda megnið af húsnæði sínu verði fáir

Fastir pennar
Fréttamynd

Er örugglega betrun af vistinni?

Reglulega rata í fréttir frásagnir af misyndismönnum og margvíslegu ofbeldi þeirra. Við fregnir af ítrekuðum ofbeldisverkum manna, sem jafnvel virðast hafa atvinnu af hrottaskap sínum með innheimtu skulda, kalla á spurninguna um hvort ekki sé einhver brotalöm í því hvernig tekið er á þessum málum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skottulækningar eru bannaðar

Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahags­áætlunar Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kirkjan og ríkið

Vísast er í eðli stofnana að þær vilja verja sig og viðhalda valdastöðu sinni. Um þetta eru dæmin mörg. Þannig endurspeglast tilhneiging valdastofnana til að stuðla að óbreyttu ástandi í viðbrögðum bæði Bændasamtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna til aðildar að Evrópusambandinu.

Fastir pennar