Karen Kjartansdóttir

Fréttamynd

Réttar skoðanir

Það er haugalygi að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það hljómar vel og réttlátt en eftir smá umhugsun sér hver maður að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Skoðanir eru nefnilega sjaldnast einkamál þess sem hefur þær heldur hafa þær áhrif á umhverfi manns.

Bakþankar
Fréttamynd

Töffið í felulitum

Fátt þykir karlmannlegra en að drepa fugla. Ég hef lengi haft megnasta ímugust á svokölluðum veiðimönnum. Með auknum þroska hefur hugsjónum mínum fækkað og fyrirlitning mín á hinum ýmsu þáttum mannlegrar tilveru útvatnast.

Bakþankar
Fréttamynd

Á ferð með afturgöngum

Hvað er eiginlega bak við þessa hurð,“ spurði ég eitt sinn konu sem var að sýna mér íbúð sem ég hafði í hyggju að kaupa. „O, svo sem ekkert,“ svaraði konan. Þegar henni hafði tekist að ljúka upp dyrunum með háværu marri blasti ekkert annað við en stigagangur frá undarlegu sjónarhorni og töluverð hæð niður að þrepunum. „Þetta hús var byggt þegar enn tíðkaðist að fólk dæi heima hjá sér.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjálfsmyndin í hestöflunum

Börn eru undarleg fyrirbæri. Stundum hefur hvarflað að mér að fegurð þeirra og töfrar komi og fari með barnatönnunum. Áður en í þær glittir heilla þau fáa aðra en nánustu ættingja. Þegar síðasta barnatönnin dettur úr eru börnin yfirleitt orðnir unglingar, sem er allt annað og leiðinlegra fyrirbrigði en börn.

Bakþankar
Fréttamynd

Heima og heiman

Hótel eru undarlegir staðir. Á margan hátt líkjast hótel hugmyndum flestra trúaðra um staðinn sem tekur við eftir að jarðlífinu lýkur. Þá verða engar íþyngjandi skyldur. Enginn þarf að búa um rúmið sitt og ósýnilegar hendur munu alltaf sjá til þess að allt verði hreint og fagurt í kringum mann. Að minnsta kosti ef maður hefur verið góður og lagt fyrir áður en lagt er í langferðina.

Bakþankar
Fréttamynd

Velgjörðarmenn fátækra stúlkna

Um súludans og vændi virðist oft ekki mega tala um án þess að sjálfskipaðir verndarar frelsis stígi fram. Þeir vilja vernda þessar atvinnugreinar og hafa jafnan bent á, máli sínu til stuðnings, að vændi sé til að mynda ein elsta atvinnugrein heims.

Bakþankar
Fréttamynd

Eru mathákar verri en barna­níðingar?

Mikið þóttu mér fyndin heitin sem fjölmiðlafólk fann upp á þegar það fjallaði um manninn sem stundaði að borða á veitingastöðum án þess að borga. Raðsælkeri og raðafæta voru meðal þeirra orða sem voru notuð til að lýsa brotamanninum og hefur flestum líklega verið hlátur í hug þegar þeir lásu fréttirnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Fögur er flugstöðin

Það er engin tilviljun að hvergi í alheiminum er líkingin, fallegur eins og flugstöð, til. Væri Dante upp nú á tímum væri einn hringja helvítis í vítisljóðum hans líkust risavaxinni flugstöð. Reikandi sálir, með þunga pinkla í eftirdragi vafra þar um vegvilltar og svefnvana.

Bakþankar
Fréttamynd

Þaulæfður kosningaréttur

Ég man vel eftir langömmu minni. Hún var falleg gömul kona sem gekk í stórrósóttum kjólum og mundi vel eftir því þegar hún sá gúmmístígvél í fyrsta sinn. Þegar hún var unglingur höfðu konur ekki kosningarétt. Það höfðu vinnumenn, snauðir bændur og þurrabúðarmenn ekki heldur. Fólk hafði misjafna sýn á lýðræðið þá og nú.

Bakþankar
Fréttamynd

Í rjómatertukjól undir pálmatré

Fáar ef nokkrar afhafnir ástfanginna para eru jafn hallærislegar og giftingar. Það var ekki hægt að sannfærast um annað en sannindi þessarar fullyrðingar hér um árið, þegar brúðkaups-tryllingur skók landann og enginn gat gengið í hjónaband með sæmd nema því væri sjónvarpað á frístöð.

Bakþankar
Fréttamynd

Af skolla, hagvexti og rifum

Íslendingar hafa löngum reynt að komast hjá því að nefna það sem þeim stendur stuggur af réttu nafni. Góð og gömul dæmi er fjöldi þeirra orða í málinu yfir ref eða tófu. Heilladrýgra þótti að nefna dýrbítana sem gátu valdið búsifjum skolla eða lágfótu. Í dag notum við orðið neikvæður hagvöxtur yfir samdrátt sem einmitt getur valdið svipuðu tjóni í nútímasamfélagi og tófan í gamla bændasamfélaginu. Við skiljum ekki óttann við refinn og eins myndu áar okkar eiga erfitt með að skilja hagkerfið nútímans.

Bakþankar