Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

„Þetta var leikur sem við áttum að taka“

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér fannst við eiga inni“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi

Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Leikbann Alexanders dregið til baka

Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Stiven hló eftir stysta viðtal sögunnar

Valsarinn Stiven Valencia var fenginn í viðtal eftir sigurinn góða gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöld en þurfti ekki að verja löngum tíma fyrir framan míkrafóninn.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús

Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32.

Handbolti
Fréttamynd

Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros

Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21.

Handbolti
Fréttamynd

„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“

„Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals.

Handbolti